Formleg opnun á sýningunni, Saga VR, sem er ferðamennska sem byggist á sýndarveruleikaupplifun þar sem hægt er að upplifa Ísland úr lofti, var fagnaði í Hörpu á dögunum. Um er að ræða margmiðlunarefni þar sem hægt er að upplifa sjónarhorn fuglsins fljúgandi í 360 gráðum.
Áhorfendur Saga VR sjá til dæmis eldgosið við Fagradalsfjall, Seljalandsfoss, Landmannalaugar, Jökulsárlón á Suðurlandi, Goðafoss, Mývatn, Ásbyrgi á Norðausturlandi og Snæfellsnesið. Leikstjórar og framleiðendur eru Leif Einarsson og Sigurjón Sighvatsson en þeir eru stofnendur Saga VR ásamt Jóhanni Pétri Reyndal og Hafdísi Hreiðarsdóttur sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
„Við leituðum nýrra leiða til þess að gefa fólki tækifæri á að upplifa Ísland. Í raun er um að ræða nýja tegund ferðamennsku, sýndarveruleikaferðamennsku eða jafnvel græna ferðamennsku, þar sem markmiðið er að leyfa erlendum ferðamönnum að upplifa landið á einstakan hátt. Við settum upp svokallað „pop up“ rými í Hörpu í sumar og var því afar vel tekið af bæði ferðamönnum og heimamönnum. Harpa er mikið menningarhús og það er ánægjulegt að við höfum nú gert samning um áframhald Saga VR í húsinu,“ segir Sigurjón Sighvatsson sem hefur þróað Saga VR síðan 2016 ásamt Leifi Einarssyni sem hefur starfað í Hollywood í Kaliforníu síðasta áratug. Leifur hefur unnið að þrívíddarmyndun fyrir Warner Brothers og Disney til dæmis X-Men: Days of Future Past, Avengers 2, Spiderman: Homecoming og Antman.
Við gerð hverrar myndar er notuð 360 gráðu myndavél sem samanstendur af sex linsum sem myndefnið er síðan samsett úr og þannig verður til 360 gráðu þrívíddarupplifun. Eftir töluverða þróunarvinnu og fjárfestingar liggja fyrir nú fjórar myndir þar sem náttúra Íslands er í aðalhlutverki. Telja stofnaðilar að þetta eigi mikið erindi til allra þeirra sem vilja sjá og upplifa Ísland í öðru ljósi. Má einnig segja að þetta sé grænn kostur fyrir þá ferðamenn sem koma hingað til landsins.
„Við höfum heyrt frá ferðamönnum að þeim finnst þetta skemmtileg auka upplifun og hafi þarna tækifæri að sjá það sem eingöngu fuglinn fljúgandi fær að sjá,“ segir Sigurjón.
Inga Dís Richter og Björn Ragnarsson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Egill Eðvarðsson og Kristín Jórunn Hjartardóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
María Margrét Jóhannsdóttir og Svanhvít Friðriksdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Jakobína Guðmundssdóttir, Gísli S. Brynjólfsson og Hrund Sverrisdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Hannesson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Sigurður Gísli Pálmason, Sigurjón Sighvatsson og Leifur Dagfinnsson ásamt félaga sínum.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Jóhann Pétur Reyndal og Leifur Dagfinnsson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Sigurjón Sighvatsson, Birna Rún Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Sigurður Gísli Pálmason og Vilhjálmur Egilsson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Magnea Árnadóttir og Svanhvít Friðriksdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ragnhildur Pála, Tóta, Sigríður Jóna Þórisdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Sigurjón Sighvatsson, Gabríela Friðriksdóttir, Magnús Geir Gunnlaugsson og Hafdís Hreiðarsdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Hafdís Hreiðarsdóttir og Ásta Lilja Steinsdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Sigurjón Sighvatsson, Marta Jónsdóttir og Helgi Már Björgvinsson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ása Baldvinsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Sigurjón Sighvatsson og Kristín Karlsdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Sighvatsson
Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurjón Sighvatsson.
Ljósmynd/Sigurjón Sighvatsson
Sigríður Jóna Þórisdóttir, Kristín Karlsdóttir og Ása Baldvinsdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Sigurjón Sighvatsson, Birna Rún Gísladóttir og Hafdís Hreiðarsdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Svanhildur Konráðsdóttir og Jóhanna Hreiðarsdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Kristinn Vilbergsson og Jóhann Pétur Reyndal.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Jóhann Pétur Reyndal, Margrét Lind Ólafsdóttir og Sigríður Jóna Þórisdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Margrét Lind Ólafsdóttir og Sigríður Jóna Þórisdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Sigurjón Sighvatsson og Ásgrímur Sverrisson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Inga Hlín Pálsdóttir og Svanhvít Friðriksdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Jóhann Pétur Reyndal, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir og Jakobína Guðmundssdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Kristinn Vilhjálmsson, Sigurjón Sighvatsson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Snorri Pétur Eggertsson, Hrefna Ólafsdóttir og Svanhvít Friðriksdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Sigurjón Sighvatsson og María Rut Ágústsdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ragnar Jónasson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Kristinn Vilhjálmsson, Jóhann Pétur Reyndal, Margrét Lind Ólafsdóttir og Guðjón Davíðsson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Búi Baldvinsson og Hálfdán Pedersen.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Pétur Þ. Óskarsson, Hulda Stefánsdóttir og Sigurjón Sighvatsson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Sölvi Blöndal og Jakob Frímann Magnússon.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Páll Baldvin Baldvinsson, Jakob Frímann Magnússon, Sigurjón Sighvatsson og Sölvi Blöndal.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ari Alexander og Svanhildur Konráðsdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Gaukur Úlfarsson, Egill Eðvaldsson og Sigurjón Sighvatsson.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Pétur Gauti Valgeirsson og David Vrosky.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar