Myndlistarmaðurinn Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnaði sýninguna Vindheima í Gallerí Fold í gær. Óskar Magnússon, eiginmaður Hrafnhildar Ingu, klæddi sig upp á í tilefni dagsins.
Góðir gestir létu sjá sig á opnuninni og skáluðu fyrir Hrafnhildi og verkum hennar. Á sýningunni Vindheimar fangar Hrafnhildur Inga grófa og töfrandi náttúru þar sem vindar blása á köflum og úfinn sjórinn sýnir sig.
Hrafnhildur stundaði myndlistarnám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1978 og 1979, Myndlista- og handíðaskóla Íslands nú Listaháskóla Íslands, 1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999-2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs.
Hrafnhildur Inga rak eigin auglýsingastofu um 15 ára skeið en söðlaði um og fæst nú eingöngu við myndlist.