Bandaríski metsöluhöfundurinn Dan Brown var meðal gesta á ljóðakvöldi Iceland Noir á Röntgen í gær. Þar hlustaði hann á ljóðalestur íslenskra skálda á borð við Eydísi Blöndal, Ragnar Helga Ólafsson, Sverri Norland, Kristínu Ómarsdóttur, Króla og Ragnar Jónasson.
Brown sem þekktastur er fyrir bókina The Da Vinci Code er heiðursgestur bókmenntahátíðinnar Iceland Noir sem hefst formlega á miðvikudag.
Brown kemur meðal annars fram í Fríkirkjunni kl 21.00 á fimmtudag þar sem Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir spyrja út í ævi hans og störf.