Fjörið var í hámarki þegar rithöfundaparið Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðsson héldu sameiginlegt útgáfuteiti en bæði gefa þau út bækur fyrir þessi jólin. Bergþóra er höfundur bókarinnar Duft og Bragi Páll Kjöt. Parið las upp úr verkum sínum við töluverðan fögnuð.
Eftir upplesturinn tróð pönkhljómsveitin Dungeon Boys upp en Bragi Páll er söngvari sveitarinnar sem sérhæfir sig í flutningi á íslenskum jólalögum í pönkbúningi.
Það var viðeigandi að hann skyldi rífa sig úr á ofan þar sem framan á skáldsögunni hans, Kjöt, er mynd af bringunni á honum, en hann lét húðflúra sig sérstaklega fyrir bókina. Kjöt fjallar um Sturlaug sem er skærasta stjarna íslenska myndlistarheimsins á yngri árum. Hann ætlaði að verða heimsfrægur en hvarf af hinu opinbera sviði.
Sturlaugur var ein skærasta stjarna íslenska myndlistarheimsins á yngri árum og stefndi á heimsfrægð þegar hann hvarf af hinu opinbera sviði. Fimmtán árum síðar snýr hann aftur með verk sem setur alla heimsbyggðina á hliðina. Bókin er áhugaverð og skemmtileg en dálítið rosaleg á köflum og óhugnanleg.
Duft - Söfnuður fallega fólksins eftir Bergþóru fjallar um Veróniku sem er einkadóttir vellauðugra líkamsræktarfrömuða á Íslandi sem eru helteknir af yfirborðinu. En það sem marir undir seytlar samt óhjákvæmilega í gegn. Duft spinnur margslunginn vef um líf Veróniku og fjallar um líkindi truflaðrar fjölskyldu við sértrúarsöfnuð og hvernig venjulegt fólk kemur sér í óvenjulegar aðstæður.