Ólöf Rún Ásgeirsdóttir tilheyrir föngulegum vinkonuhópi sem telur níu konur á aldursbilinu 29 til 37 ára. Fimm þeirra eru einhleypar og er Ólöfu Rún annt um að kynna þær fyrir góðum einhleypum körlum og koma þeim út, enda gullfallegar, skemmtilegar og fyndnar konur.
„Við vinkonurnar höfum þekkst mislengi en tölum saman á hverjum degi, hittumst mjög reglulega og erum með alls konar skipulagða viðburði á hverju ári eins og árshátíð, litlu jól og margt fleira. Hópurinn kallar sig BBQ, en við kunnum samt ekkert að grilla,“ segir Ólöf Rún og hlær.
Ólöf Rún fylgist vel með öllum skilnaðarfréttum, einhleypa-listum og einhleypingum á veraldarvefnum, en hún grandskoðar einnig vini og vinnufélaga eiginmanns síns í von um að rekast á góða karlmenn á lausu. Allar upplýsingar um álitlega vonbiðla sendir hún rakleiðis á einhleypu konurnar í BBQ-hópnum í von um mögulega framtíðarmaka. „Ég fæ misgóðar undirtektir en eins og ég segi alltaf: „Þetta er ekki spurning um hvað maður vill heldur hvað mann vantar,“ útskýrir hún.
Ólöfu Rún fannst kjörið að nýta tækifærið og „auglýsa“ einhleypu vinkonur sínar enda líklegt að einhverjir góðir einhleypir karlmenn kíki á síður mbl um helgina.
„Hún er algjör ofurkona, klár og drífandi. Hún getur gert upp hús og það án aðstoðar, útskýrt verðtryggingu og bara aðstoðað alla við flestallt.
Barbara Hafdís sinnir starfi svo flóknu að fæstir skilja almennilega hvað það er sem hún starfar við, en hún er „database manager“. Hún er algjör þokkagyðja sem fer vart framhjá neinum,“ segir Ólöf Rún um vinkonu sína.
„Dagný Ýr er ofurkroppur og algjör húmoristi. Hún er alltaf í góðu skapi og til í eitthvað skemmtilegt, enda mikil keppnismanneskja. Dagný Ýr starfar sem viðskiptastjóri hjá Sjóvá og elskar CrossFit.“
„Hanna Rún er konan með stóra hjartað, en hún er falleg að innan sem utan og ávallt til staðar þegar þú þarft á henni að halda. Hanna Rún starfar sem deildarstjóri á leikskóla í Reykjavík og er algjör söngdrottning. Í vinahópnum heldur hún Íslandsmeistaratitilinn í karaókí.“
„Heiða er mjög hrífandi og ótrúlega góðhjörtuð kona. Hún gerir sér enga grein fyrir eigin kynþokka, en þvílíkur kroppur og fegurðardís sem hún er.“
„Valgerður er algjör fegurðardís og hörkudugleg. Hún er fyrrverandi flugfreyja og starfar í dag sem viðskiptafræðingur, förðunarfræðingar og sölukona. Valgerður er ótrúleg skemmtileg, lífsglöð og til í alls kyns vitleysu.“
Kæru einhleypu menn, eftir hverju eru þið að bíða?