Ástarsögufélagið fagnaði útgáfu bókarinnar Munnbita í Húsi Máls og Menningar dögunum. Fjöld höfunda kemur að félaginu og skrifar í bókina þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Munnbitar er fyrstu bók félagsins en á næstunni má búast við fleiri eldheitum sögum.
Auk Katrínar koma yfir 30 höfundar við sögu. Textarnir í bókinni fjalla allir á einn eða annan hátt um ástina. Bókin er barmafull af tilfinningum sem snerta hjörtu lesenda og er stútfullt af daðrandi snilld sem hnoðar hjörtu og hleypir hormónum á sprettinn. Ástarskot í ostabúð, á kvöldgöngu, á heimavist og í árabát koma meðal annars fyrir í sögunum.
Hér má sjá lista yfir alla höfundanna í bókinni:
Andri Freyr Sigurpálsson, Anna Ingólfsdóttir, Árni Árnason, Ásdís Káradóttir, Axel Jansson, Berglind Erna Tryggvadóttir, Bergþóra Björnsdóttir, Birna Hjaltadóttir, Brynhildur Yrsa Valkyrja, Brynja Sif Skúladóttir, Daníel Daníelsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Guðrún Friðriks, Halldór Magnússon, Harpa Dís Hákonardóttir, Jakub Stachowiak, Jóna Valborg Árnadóttir, Jónína Óskarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Theódórsdóttir, Kristín Arngrímsdóttir, Margrét Sigríður Eymundardóttir, María Hrönn Gunnarsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Rannveig Lydia Benediktsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson, Sigrún Björnsdóttir, Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, Sölvi Halldórsson, Valgerður Ólafsdóttir, Þórhildur Sveinsdóttir og Þórunn Rakel Gylfadóttir.