Glimmer og glamúr á árshátíð borgarstjórnar

Í sínu fínasta pússi!
Í sínu fínasta pússi! Samsett mynd

Pallíettur og glimmer voru áberandi í klæðaburði borgarstjórnarkvenna á árshátíð borgarstjórnar Reykjavíkur í gær. Af myndum og myndböndum að dæma, sem borgarfulltrúar hafa deilt á samfélagsmiðla, var mikil stemning á árshátíðinni.

Um er ræða síðustu árshátíð Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra, allavega í bili, en Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tekur við sem borgarstjóri 16. janúar.

Árshátíðin var haldin í sögufræga húsinu Höfða. DJ Dóra Júlía var á meðal þeirra sem tróðu upp og skemmtu stjórnmálamönnunum.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, og Sara Björg Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi …
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, og Sara Björg Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, voru í stuði með Unni Þöll Benediktsdóttur, varaborgarfulltrúa Framsóknar. Skjáskot/Instagram
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mætti ásamt systur sinni Raggý Björgu …
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mætti ásamt systur sinni Raggý Björgu Guðjónsdóttur. Þær stilltu sér upp með verðandi borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Skjáskot/Facebook
Þorvaldur Daníelsson, varaborgarfulltrúi Framsóknar, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, …
Þorvaldur Daníelsson, varaborgarfulltrúi Framsóknar, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, Guðný Maja Riba og Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúar Samfylkingar, tóku mynd saman. Skjáskot/Instagram
Dagur á síðustu árshátíð sinni sem borgarstjóri. Hann stillir sér …
Dagur á síðustu árshátíð sinni sem borgarstjóri. Hann stillir sér hér upp með Ragnhildi Öldu frá Sjálfstæðisflokki og Magneu Gná frá Framsókn. Skjáskot/Instagram
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, mætti með eiginmanninum, Pétri Jónssyni, …
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, mætti með eiginmanninum, Pétri Jónssyni, á árshátíðina. Skjáskot/Instagram
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, lét sig ekki vanta. Með …
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, lét sig ekki vanta. Með henni á myndinni er vinkona hennar Anna Kristín Einarsdóttir. Skjáskot/Instagram
Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, og Birna Hafstein varaborgafulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ásamt …
Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, og Birna Hafstein varaborgafulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ásamt Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda