Nóttin: Rauður dregill í Akrahöll Margrétar Ármann

Margrét Íris Ármann, Kolfinna Nikulásdóttir, Árni Oddur Þórðarson, Lilja Dögg …
Margrét Íris Ármann, Kolfinna Nikulásdóttir, Árni Oddur Þórðarson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Magnús Óskar Hafsteinsson, Björk Guðmundsdóttir, Sigurður Örn Hilmarsson, Samsett mynd

Nóttin tók vel á því um jólin enda jólahátíðin tíminn til þess að græða og njóta eins og stendur í góðri bók. Jóla-Nóttin stendur yfir í góðar tvær vikur enda eitthvað svo glatað að hafa bara eina jólanótt. 

Jólin voru dönsuð inn á balli með Björtum sveiflum í Gamla bíó þann 21. desember. Á ballinu voru meðal annars rithöfundarnir Kamilla Einarsdóttir, Auður Jónsdóttir og Ragnar Jónasson. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson sprengdi salinn og sá Nóttin til Berglindar Festival með svölum vinkonum. Sveinn Bier­ing Jóns­son viðskiptamaður og eiginkona hans, Helga Kristín Auðunsdóttir lögfræðingur, gerðu sér ferð af Arnarnesinu og misstu ekki af stuðinu. 

Kamilla Einarsdóttir, Berglind Festival, Auður Jónsdóttir og Ragnar Jónasson.
Kamilla Einarsdóttir, Berglind Festival, Auður Jónsdóttir og Ragnar Jónasson. Samsett mynd

Litli Þorlákur var mættur 22. desember og skellti Nóttin sér á Skreið. Þar var auðvitað fleira stemningsfólk. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, og eiginmaður hennar Grímur Atlason gæddu sér á tapas ásamt fleira fólki. 

Helga Vala Helgadóttir og Grímur Atlason.
Helga Vala Helgadóttir og Grímur Atlason. mbl.is/Árni Sæberg

Nóttin var svolítið bjúguð eftir að hafa borðað hangikjöt og uppstúf, hamborgarhrygg og brúnaðar kartöflur, heitreykta gæs, taðreyktan silung og drukkið heilt baðkar af jólaöli. Hún ætlaði að fara í pallíettukjólnum sem pabbi gaf henni í jólagjöf en gat ekki rennt honum. Það var því ekkert annað í stöðunni en að draga fram Borgartúns-dragtina og fara í glitrandi hæla við hana.

Þjóðleikhúsið skartaði sínu fegursta þegar Edda var frumsýnd á annan í jólum. Þar var Henry Alexander Henrysson doktor í heimsspeki og Nóttin hefði þokkalega reynt við hann ef hann væri í lausagangi ekki á pikkföstu. Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri verksins var mættur og nýja kærastan, listakonan Erna Mist Yamagata. Rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir mætti með systur sinni Júlíu Einarsdóttur, sem er rithöfundur og starfsmaður Rúv, en þær eru systur Nóttarinnar í lausaganginum. Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélagsins var á svæðinu og líka Auðunn Lúthersson en hann mætti með kærustu sinni. Sturla Atlas lét sig heldur ekki vanta og heldur ekki Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri. Matthías Tryggvi Haraldsson, fyrrverandi Hatari, mætti með eiginkonu sinni, Brynhildi Karlsdóttur. 

Nóttin man ekki nákvæmlega hvað gerðist í eftirpartíinu enda drakk hún vel þetta kvöld sem má á jólunum. Það er alltaf frí milli jóla og nýárs á lögmannstofunni hans pabba. Nóttin fékk líka 13. mánuðinn frá stofunni.

Á milli jóla og nýárs tók Nóttin fram sparikápuna og ætlaði á hverfisbarinn, Kjarval. Þar var hins vegar lokað. Hrannar Pétursson var með einkaboð. Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, mætti í boðið með eiginmanni sínum, Magnúsi Óskari Hafsteinssyni. Örugglega fínt að vera ráðherra og alltaf með bílstjóra, Nóttin væri til í það! Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels mætti líka en var án kærustunnar, Kristrúnar Auðar Viðars­dótt­ur. Frú Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up Íslands var í stuði með guði og öðru fólki í boðinu. 

Árni Oddur Þórðarson, Hrannar Pétursson, Agnes M. Sigurðardóttir og Lilja …
Árni Oddur Þórðarson, Hrannar Pétursson, Agnes M. Sigurðardóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Magnús Óskar Hafsteinsson. Samsett mynd

Árið var kvatt með flugeldasýningu í heimapartí, það fer auðvitað bara vinalaust fólk á skemmtistað um áramótin. Á leiðinni í partíið gekk Nóttin fram hjá áramótapartí Bjarkar Guðmundsdóttur í Iðnó en þar var aðallega eitthvað alþjóðlegt bransalið. 

Iðnó.
Iðnó. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fyrstu dagarnir í janúar voru brekka. Á föstudaginn mætti Nóttin í World Class í Laugum. Nóttin mætir alltaf fyrir 11 í ræktina og tekur langan löns – svona til þess að fá sem mest út úr vinnudeginum. Hún mætti ekki sjálfstætt starfandi fjárfestum í tækjasalnum enda fór hún bara í Betri stofuna til þess að róa taugakerfið fyrir þrettándann. 

Laugardagskvöldið hófst með matarboði í Akrahverfinu hjá pabba og nýju konunni. Nýja konan er vegan og það var boðið upp á eitthvað grænmetisjukk í smjördeigi sem þarf auðvitað að taka með fyrirvara. Kvöldið varð síðan ekki betra þegar Nóttin komst að því að Exedra-drottningin Mar­grét Íris Ármann Bald­urs­dótt­ir fjárfestir var með fimmtugsafmæli í næstu götu og Nóttinni ekki boðið.

Magnús Ármann og Margrét Íris Ármann Baldursdóttir.
Magnús Ármann og Margrét Íris Ármann Baldursdóttir. Ljósmynd/Eythor Arnason

Það passaði auðvitað ekkert annað en rauður dregill fyrir framan húsið (sem hjónin Margrét Íris Ármann og Magnús Ármann keyptu af Ant­oni Þór­ar­ins­syni at­hafna­manni.) Í veislunni var líka boðið upp á eina glæsilegustu flugeldasýningu sem Nóttin hefur séð sem og skúlptúr úr klaka. Nóttin kann þó að meta nútímalegri list og endaði kvöldið í afmælispartý Nýló með aðeins yngra liði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda