Það var mikið fjör í gærkvöldi þegar þorrablót Stjörnunnar var haldið hátíðlegt. Margt var um manninn á blótinu og einstök stemning eins og sést á þessum myndum.
Helgi Brynjarsson skemmti gestum og svo kom GDRN og söng. Hrafnkell Pálmarsson, Maggi Diskó og Guðrún Árný skemmtu líka og svo kom hljómsveitin Bandmenn og gættu þess að enginn færi heim of snemma.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður býr í Garðabæ og heiðraði blótið með nærveru sinni. Hann er mikill Gucci-aðdáandi og mætti í leðurjakka frá ítalska tískuhúsinu. Vilhjálmur fer aldrei út úr húsi nema var eins og klipptur út úr ítölsku tískublaði og þannig var það líka í gærkvöldi. Tom Ford-gleraugun settu punktinn yfir i-ið.