Þorrablót Víkings var haldið hátíðlegt í Víkinni á laugardagskvöldið. Hraðfréttamennirnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson sáu um veislustjórn en Fannar er úr Fossvoginum. Hljómsveitin Babes og söngkonan Selma Björnsdóttir héldu síðan uppi stuðinu.
Stemningakonan Berglind Häsler mætti á þorrablótið. Hún býr í Víkingshverfinu. Hún hefur einnig deilt því á samfélagsmiðlum að hún kunni vel sig í hlutverki íþróttamömmu en íþróttafélagið sem um ræðir er auðvitað Víkingur.
Hér fyrir neðan má sjá gleðina á þorrablóti Víkings.