Forsetinn mætti á þorrablót Álftaness

Álftnesingar kunna að skemmta sér af öllu hjarta. Það sannaðist á laugardaginn þegar þorrablót Álftaness var haldið í íþróttahúsinu. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætti á þorrablótið en með honum í för voru starfsmenn forsetaskrifstofunnar. Forsetafrúin Eliza Reid gat því ekki verið með því hún var stödd í Dubai að kynna bókina sína. 

Þetta er þó ekki í síðasta skipti sem forsetahjónin munu láta sjá sig á þorrablótinu því um þessar mundir standa þau í stórræðum. Þau eru að byggja sér einbýlishús í Prýðahverfinu, sem liggur sunnan við Álftanesveg, en þangað mun fjölskyldan flytja þegar forsetatíð Guðna líður undir lok. 

Ekkert var til sparað til þess að gera þorrablótið sem glæsilegast, bæði hvað mat, skreytingar og skemmtiatriði varðar. Hjómsveitin Á móti sól skemmti gestum og söngkonan Erna Hrund kom líka fram og svo sá Ari Eldjárn um að fá gestina til að hlæja svolítið. 

Eins og sést á myndunum var rífandi stemning í bæjarfélaginu þetta kvöld! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál