Kringlan skartaði sínu fegursta í síðustu viku þegar splunkuný HUGO verslun var opnuð í verslunarmiðstöðinni. Margir þekkja vörumerkið HUGO BOSS sem er þekkt fyrir vönduð og klassísk herraföt. HUGO er hinsvegar fyrir yngra fólk og gengur lengra þegar kemur að litum, sniðum og þar er líka að finna kröftug grafísk munstur sem gleðja augað.
Það var öllu tjaldað til þegar verslunin var opnuð. Boðið var upp á girnilegar veitingar í föstu og fljótandi formi og lögðu frægðarmenni leið sína í Kringluna.
Þar á meðal voru Bassi Maraj, Paterkur Jamie og Binni Glee svo ekki sé minnst á Æði-tvíburana, Sæmund og Gunnar. Útvarpsmaðurinn og félagsmiðlastjarnan Gústi B. mætti í hettupeysu og var í rúllukragabol innan undir. Til þess að keyra upp fjörið fyrir alvöru mætti Patrik Atlason, Prettyboitjokko, og söng sína helstu smelli fyrir alsæla boðsgesti.