Ungar Athafnakonur (UAK) fagna 10 ára afmæli í vor. Af því tilefni var nýtt félag innan UAK stofnað, UAK Alumni, sem er fyrir fyrrum stjórnarmeðlimi félagsins. Fyrsti viðburður hópsins var haldinn 8. mars, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þegar Breski sendiherrann, dr. Bryony Mathew, bauð hópnum í sendiherrabústaðinn.
Sigríður Snævarr var heiðursgestur kvöldsins en hún var skipuð sendiherra fyrst kvenna.
„Við í núverandi stjórn félagsins stöndum á herðum þeirra sem fyrri voru en síðastliðinn áratug hafa yfir 40 konur komið að starfsemi og uppbyggingu félagsins. Við sjáum stórt tækifæri með UAK Alumni til að halda utan um reynslubanka félagsins og styrkja enn frekar tengslanet UAK kvenna,“ segir María Kristín Guðjónsdóttir, sitjandi formaður UAK.