Ekki er örgrannt um að tónleika- og ráðstefnuhöllin Harpa hafi mælst á Richter á laugardaginn þegar Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is fagnaði þar fimm tugum ára í afmælisveislu sem best verður lýst sem hreinum Hrunadansi.
Fleiri hundruð gestir mættu til gleðinnar og ráku einhverjir upp stór augu þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig á stokk og kynnti til leiks tónlistarmann kvöldsins, sem reyndist enginn annar en Erpur Eyvindarson, sem þjóðin þekkir orðið betur undir listamannsnafninu Blaz Roca.
Þverskurður íslensks þjóðfélags birtist í Norðurljósum þetta laugardagskvöld og fulltrúar ýmissa menningarkima voru viðstaddir veisluhöldin sem óhætt er að segja að seint verði leikin eftir.
Ættfræðigrúskarinn Pétur Atli Lárusson lét sig ekki vanta ásamt sínum betri helmingi.
mbl.is/Óttar Geirsson
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Jón K. Björnsson.
mbl.is/Óttar Geirsson
Ólafur Pálsson og Logi Bergmann.
mbl.is/Óttar Geirsson
Skúli Halldórsson, Andrés Magnússon, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Hólmfríður María Ragnhildardóttir.
mbl.is/Óttar Geirsson
Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Margrét Júlíana Sigurðardóttir og Gísli Jökull Gíslason.
mbl.is/Óttar Geirsson
Katrín Jakobsdóttir var veislustjóri.
mbl.is/Óttar Geirsson
Kristinn Lárusson og Egill Örn Jóhannsson.
mbl.is/Óttar Geirsson
Inga Þóra Pálsdóttir og Karlotta Líf Sumarliðadóttir.
mbl.is/Óttar Geirsson
Guðni Einarsson og Guðfinna Helgadóttir.
mbl.is/Óttar Geirsson
Hödd Vilhjálmsdóttir, Kristján Johannessen og Hjörtur J. Guðmundsson.
mbl.is/Óttar Geirsson
Erpur Eyvindarson skemmti viðstöddum eins og honum einum er lagið.
mbl.is/Óttar Geirsson