Allt á útopnu í útgáfuboði Verzlunarskólablaðsins

Eyrún Lára Sigurjónsdóttir, Valgerður Kristín Samúelsdóttir og Andera Erla Guðmannsdóttir.
Eyrún Lára Sigurjónsdóttir, Valgerður Kristín Samúelsdóttir og Andera Erla Guðmannsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Gleðin var við völd í Borgarleikhúsinu þegar Verzlunarskólablaðið kom út í nítugaseta sinn á föstudaginn var.

„Eftir 9 mánuði af blóði, svita og tárum var loksins komið að deginum sem bæði við í nefnd V90 og nemendur Verzlunarskólans höfðu beðið eftir. Á slaginu 12:00 þann 19. apríl voru dyr Borgarleikhússins opnaðar og Verzlingar hófu kapphlaup um að ná sem bestu sætum fyrir framan stóra svið leikhússins. Það var komið að því að svara stærstu spurningu skólaársins, hvernig kápa nítugasta árgangs Verzlunarskólablaðsins er á litinn. Þétt var setið í troðfullum sal af nemendum, kennurum og fjölskyldumeðlimum nemenda. Salurinn fylltist alveg út að dyrum. Fyrst var sýnt kynningarmyndband á nefndinni sem var svo fylgt eftir með ávarpi ritstýru. Eftir það var komið að því að upplýsa Verzlinga um kápulitinn sem í ár er skær bleikur. Hæstánægðir Verzlingar gengu svo úr salnum sem þar beið þeim tæplega 400 blaðsíðna bók Verzlunarskólablaðsins 90 og pulsuveisla í boði Bæjarins Beztu,“ segir í fréttatilkynningu. 

Um er að ræða 367 blaðsíðna doðrant þar sem innihaldsrík viðtöl og áhugaverðar greinar um lífið í skólanum var gert hátt undir höfði. 

Ingunn Sif Isorena Þórðardóttir ritstýrði blaðinu ásamt átta samnemendum sem heita Eva Sóley Sigsteinsdóttir, Benedikt Björgvinsson, Páll Steinar Guðnason, Katla Karlsdóttir, Hildur Hólm Birkisdóttir, Styrmir Jónsson, Telma Líf Sigurjónsdóttir og Margrét Bára Breiðfjörð Birgisdóttir.

Í Verzlunarskólablaðinu eru ekki bara viðtöl við nemendur skólans heldur þjóðþekkta einstaklinga eins og söngvarann Daníel Ágúst, viðskiptamanninn Björgólf Thor Björgólfsson og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra en þau eiga það sameiginlegt að vera fyrrverandi nemendur skólans. 

Stefna nefndarinnar í ár var að beina innihaldi bókarinnar á rétta braut og að leyfa nemendum og félagslífi skólans að skína sínu bjartasta.

Katla Einarsdóttir og Patrekur Björgvinsson sáu um hönnun og umbrot bókarinnar ásamt myndbandi sem var sýnt í Borgarleikhúsinu. Trailerinn var tekinn upp og klipptur af Stefáni Geir Hermannssyni.

Eins og sjá má er líf og fjör í Verzlunarskóla Íslands! 

Sara Guðlaug Héðinsdóttir, Tinna Björk Arnarsdóttir og Telma Ósk Eiríksdóttir.
Sara Guðlaug Héðinsdóttir, Tinna Björk Arnarsdóttir og Telma Ósk Eiríksdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson
Eydís María Waagfjörð, Lóa Hallgrímsdóttir, Hrefna Jónsdóttir og Katrín Clausen.
Eydís María Waagfjörð, Lóa Hallgrímsdóttir, Hrefna Jónsdóttir og Katrín Clausen. mbl.is/Arnþór Birkisson
Kristín Kara Halldórsdóttir og Kristín Ögmundardóttir.
Kristín Kara Halldórsdóttir og Kristín Ögmundardóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson
Bjarni Emilsson, Húgo Þorri Þorsteinsson og Haraldur Ingi Marteinsson.
Bjarni Emilsson, Húgo Þorri Þorsteinsson og Haraldur Ingi Marteinsson. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
Kristín Háldánadóttir, Krista ýr Siggeirsdóttir og Hildur Halldórsdóttir.
Kristín Háldánadóttir, Krista ýr Siggeirsdóttir og Hildur Halldórsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
Elsa Kristín Arnaldardóttir, Emilía Ósk Aðalsteinsdóttir og Helga Nína Haraldsdóttir.
Elsa Kristín Arnaldardóttir, Emilía Ósk Aðalsteinsdóttir og Helga Nína Haraldsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson
Örnólfur Sveinsson, Júlíus Guðjónsson og Þengill Orrason.
Örnólfur Sveinsson, Júlíus Guðjónsson og Þengill Orrason. mbl.is/Arnþór Birkisson
Úlfhildur Tómasdóttir og Sara Pálsdóttir.
Úlfhildur Tómasdóttir og Sara Pálsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson
Stefán Maack, Elías Muni, Viktor Ernir og Tómas Berg.
Stefán Maack, Elías Muni, Viktor Ernir og Tómas Berg. mbl.is/Arnþór Birkisson
Karin Lind Ingimarsdóttir og Móa Káradóttir.
Karin Lind Ingimarsdóttir og Móa Káradóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson
Max Emil Stenlund og Oddur Sverrisson.
Max Emil Stenlund og Oddur Sverrisson. mbl.is/Arnþór Birkisson
Júlía Dís Gylfadóttir, Sunna Dís Hallgrímsdóttir, Kristín Rut Blöndal, Hildur …
Júlía Dís Gylfadóttir, Sunna Dís Hallgrímsdóttir, Kristín Rut Blöndal, Hildur Svava Leifsdóttir og Þórdís Hrafntinna Þráinnsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson
Ygeta og Selma Sól.
Ygeta og Selma Sól. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda