Það var góð stemning þegar bruggverksmiðjan Ölvisholt bauð í teiti á dögunum. Fyrirtækið flutti í glæsilegt húsnæði í Hafnarfirði á dögunum en hún var áður í sveitinni. Flutningnum var fagnað af öllu hjarta með glæsilegum veitingum í föstu og fljótandi formi.
Ölvisholt var stofnað 2007 og hefur síðan þá framleitt íslenska bjóra sem notið hafa vinsælda. Bjórinn rann að sjálfsögðu vel niður í boðinu enda nóg í boði.