Garðabær iðaði af lífi og menningu

Mikið líf var í Jazzþorpinu í Garðabæ.
Mikið líf var í Jazzþorpinu í Garðabæ. Samsett mynd

Garðabær iðaði af lífi og menningu um helgina. Fólk flykktist í Jazzþorpið í Garðabæ til að hlýða á góða tónlist og gera sér dagamun. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá var í boði frá föstudegi til sunnudags og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Gestum og gangandi var boðið upp á náttúruvín frá Vínstúkunni Tíu Sopar, Kraftbjór frá Móa Ölgerðarfélagi og eðalgott kaffi frá Te & kaffi.

Kristinn Guðmundsson, jafnan kallaður Kristinn soð, var einnig á svæðinu og reiddi hann fram dýrindis rétti fyrir viðstadda.

Lokatónleikar hátíðarinnar slógu sérstaklega í gegn en nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið og sungu lög bandaríska tónlistarmannsins Chet Baker ásamt hljómsveit Tómasar R. Meðal þeirra sem stigu á svið voru Bríet, GDRN, Sigríður Thorlacius og einn mesti blúsari landsins, KK.

Þessi ungi maður klæddist sínu fínasta pússi.
Þessi ungi maður klæddist sínu fínasta pússi. Ljósmynd/Hans Vera
Saxafónninn býr alltaf til góða stemningu.
Saxafónninn býr alltaf til góða stemningu. Ljósmynd/Hans Vera
Feðgarnir Egill Helgason og Kári Egilsson létu sig ekki vanta.
Feðgarnir Egill Helgason og Kári Egilsson létu sig ekki vanta. Ljósmynd/Hans Vera
Ragnheiður Gröndal steig á svið og heillaði áhorfendur með íðilfagri …
Ragnheiður Gröndal steig á svið og heillaði áhorfendur með íðilfagri rödd sinni. Ljósmynd/Hans Vera
Sigríður Thorlacius tók lagið.
Sigríður Thorlacius tók lagið. Ljósmynd/Hans Vera
Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir kíkti á stemninguna.
Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir kíkti á stemninguna. Ljósmynd/Hans Vera
Bríet tók lagið.
Bríet tók lagið. Ljósmynd/Hans Vera
Margir gerðu góð kaup á sölumarkaði Góða hirðisins.
Margir gerðu góð kaup á sölumarkaði Góða hirðisins. Ljósmynd/Hans Vera
Frábærir listamenn stigu á svið.
Frábærir listamenn stigu á svið. Ljósmynd/Hans Vera
Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir voru á svæðinu.
Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir voru á svæðinu. Ljósmynd/Hans Vera
Freyr Eyjólfsson kíkti á sölumarkað Góða hirðisins.
Freyr Eyjólfsson kíkti á sölumarkað Góða hirðisins. Ljósmynd/Hans Vera
Fólk skemmti sér vel.
Fólk skemmti sér vel. Ljósmynd/Hans Vera
Kristinn soð reiddi fram dýrindis veitingar.
Kristinn soð reiddi fram dýrindis veitingar. Ljósmynd/Hans Vera
Margt var um manninn.
Margt var um manninn. Ljósmynd/Hans Vera
GDRN var glæsileg á sviðinu.
GDRN var glæsileg á sviðinu. Ljósmynd/Hans Vera
Samúel J. Samúelsson gladdi aðdáendur.
Samúel J. Samúelsson gladdi aðdáendur. Ljósmynd/Hans Vera
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda