Gleðin við völd í útgáfuteiti Bjarna

Bjarni las las upp úr nýútkominni bók sinni fyrir viðstadda.
Bjarni las las upp úr nýútkominni bók sinni fyrir viðstadda. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Bjarni Snæbjörnsson fagnaði útgáfu endurminninga sinna, Mennska, þann 8. maí síðastliðinn. Útgáfuhófið var haldið í bókabúð Forlagsins og var margt um manninn.

Meðal gesta voru Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri, Ævar Þór Benediktsson leikari og rithöfundur og Eva María Þórarinsdóttir Lange einn af eigendum Pink Iceland.

Í bókinni segir Bjarni, með aðstoð dagbóka sinna og bréfaskipta við fjölskyldu og vini, frá leiðinni út úr skápnum. Hann lýsir á hispurslausan hátt ævintýralegri för um heiminn, erfiðum tímum, ástum, kynlífi, litlum og stórum sigrum í lífi og leiklist - ásamt áralangri sjálfsvinnu til að ná sátt við sína margbrotnu og litríku mennsku.

Mennska er ákveðið framhald af leiksýningunni Góðan daginn, faggi sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir.

Dragdrottningin Vava Voom lét sig ekki vanta.
Dragdrottningin Vava Voom lét sig ekki vanta. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
Hólmfríður Matthíasdóttir og Ævar Þór Benediktsson voru í stuði.
Hólmfríður Matthíasdóttir og Ævar Þór Benediktsson voru í stuði. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
Heimir Bjarnason og Björk Guðmundsdóttir voru á svæðinu.
Heimir Bjarnason og Björk Guðmundsdóttir voru á svæðinu. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
Agnes Wild, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Arnar Hauksson fögnuðu með …
Agnes Wild, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Arnar Hauksson fögnuðu með Bjarna. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
Leifur Gunnarsson og Inga Auðbjörg Straumland brostuð sínu breiðasta.
Leifur Gunnarsson og Inga Auðbjörg Straumland brostuð sínu breiðasta. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
Margt var um manninn í útgáfuhófinu.
Margt var um manninn í útgáfuhófinu. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
Jökla Sól, Eva María Lange og Unnsteinn Jóhannsson kíktu í …
Jökla Sól, Eva María Lange og Unnsteinn Jóhannsson kíktu í Forlagið. Eggert Jóhannesson
Gréta Kristín lét sig að sjálfsögðu ekki vanta en hún …
Gréta Kristín lét sig að sjálfsögðu ekki vanta en hún leikstýrði Bjarna í sýningunni Góðan daginn, faggi. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
Mikil gleði var í loftinu.
Mikil gleði var í loftinu. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda