Til hvers eru blóm í raun og veru?

Skúli Tómas Gunnlaugsson, Einar Lúðvík Ólafsson og Burkni J. Óskarsson.
Skúli Tómas Gunnlaugsson, Einar Lúðvík Ólafsson og Burkni J. Óskarsson.

Einar Lúðvík Ólafsson opnaði sýningu á verkum sínum í Gallery Kontor á laugardaginn var og stendur sýningin yfir til 9. júní. Margt var um manninn á opnuninni en á meðal gesta var Helgi Þorgils Friðjónsson, Eggert Pétursson listmálari, Skúli Gunnlaugsson listaverkasafnari og Dóra Einarsdóttir búningahönnuður.

Listamaðurinn Einar Lúðvík byrjaði á að fara praktísku leiðina í lífinu en gafst svo upp á því og ákvað að fylgja hjartanu. Eftir að hafa nælt sér í stúdentspróf í Verslunarskóla Íslands fór hann í tölvunarfræði í Háskóla Íslands og lauk þar BS prófi. Árið 2017 skráði hann sig í Listaháskóla Íslands og lauk þar BA prófi 2020. 

„Einar Lúðvík vakti fyrst áhuga undirritaðs árið 2020. Þar bar hæst, litagleði, skýr form auk myndmáls með sterka tilvísun í listasöguna. Líkt og hjá Jóhannes S. Kjarval, gætti áhrifa margra þekktra listastefna. Kjarval steypti þeim einmitt saman, þróaði sinn eigin persónulega stíl sem var einstakur og flestir þekkja. Hjá Einari Lúðvík gætir áhrif kúbisma, súrrealisma, fígúrartífisma auk abstrakt. Mörg málverka hans bera einnig keim af popplist og teiknimyndum.

Fáránleiki og mótsagnir nútímasamfélagsins hafa verið sem rauður þráður í gegnum allan hans feril. Honum hefur samt tekist að endurnýja útfærsluna með hverri sýningu. Á þessari eru blómvendir í öndvegi. Þeir hafa löngum verið brúkaðir sem gjafir og þá gjarnan til að gleðja eða til hughreystingar. En er allt sem sýnist? Hvað eru blóm? Til hvers eru blóm í raun og veru? Nýtast þau ekki helst býflugum? Flest dýr fúlsa við blómum.
Áður fyrr voru blóm týnd út í náttúrunni og hnýtt saman í vönd. En úr
hverju eru þau sprottin í dag? Núna eru blómvendir oftast verksmiðjuframleiðsla,
gjarnan keyptir á hlaupum í blómabúðum eða stórmörkuðum. Þeir standa bærilega í
nokkra daga en hrörna síðan hratt og verða óásjálegir. Er einhver glóra í þessu? Í hvaða veruleika erum við? Þarna rifjast kannski upp Shakespeare, að vera, eða ekki vera, þarna er efinn,“ segir Skúli Gunnlaugsson læknir og listaverkasafnari um Einar Lúðvík. 

Aðalbjörg Guðsteinsdóttir og Davíð Karl Guðjónsson.
Aðalbjörg Guðsteinsdóttir og Davíð Karl Guðjónsson.
Adrian Freyr Rodriguez, Einar Lúðvík Ólafsson og Guðfinnur Þórir Stefánsson.
Adrian Freyr Rodriguez, Einar Lúðvík Ólafsson og Guðfinnur Þórir Stefánsson.
Burkni J. Óskarsson og Skúli Tómas Gunnlaugsson.
Burkni J. Óskarsson og Skúli Tómas Gunnlaugsson.
Einar Lúðvík Ólafsson.
Einar Lúðvík Ólafsson.
Þorvarður G. Hjaltason, Einar Lúðvík Ólafsson og Guðrún Einarsdóttir.
Þorvarður G. Hjaltason, Einar Lúðvík Ólafsson og Guðrún Einarsdóttir.
Sigurður Þór Sigurðarson, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Guðsteinsdóttir og Davíð …
Sigurður Þór Sigurðarson, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Guðsteinsdóttir og Davíð Karl Guðjónsson.
Þorsteinn Arnar Ásgrímsson, Jóhann Arnar Björnsson og Einar Lúðvík Ólafsson.
Þorsteinn Arnar Ásgrímsson, Jóhann Arnar Björnsson og Einar Lúðvík Ólafsson.
Torfi Ásgeirsson.
Torfi Ásgeirsson.
Guðmundur B. Ólafsson, Nanna Elísabet Harðardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Guðmundur B. Ólafsson, Nanna Elísabet Harðardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Guðmundur Kristján Gunnarsson og Helgi Þorgils Friðjónsson.
Guðmundur Kristján Gunnarsson og Helgi Þorgils Friðjónsson.
Katrín Eik Guðmundsdóttir.
Katrín Eik Guðmundsdóttir.
Eggert Pétursson listmálari mætti á opnunina.
Eggert Pétursson listmálari mætti á opnunina.
Steinunn Emilsdóttir.
Steinunn Emilsdóttir.
Alfreð Gunnarsson Baarregaard, Katrín Eik Guðmundsdóttir og Guðmundur Kristján Gunnarssson.
Alfreð Gunnarsson Baarregaard, Katrín Eik Guðmundsdóttir og Guðmundur Kristján Gunnarssson.
Dóra Einarsdóttir og Einar Lúðvík Ólafsson.
Dóra Einarsdóttir og Einar Lúðvík Ólafsson.
Snæfríður Blær Tindsdóttir og Anna Sigríður Kristjánsdóttir.
Snæfríður Blær Tindsdóttir og Anna Sigríður Kristjánsdóttir.
Snæfríður Blær Tindsdóttir, Skúli Tómas Gunnlaugsson og Margrét Mist Tindsdóttir.
Snæfríður Blær Tindsdóttir, Skúli Tómas Gunnlaugsson og Margrét Mist Tindsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál