Síðastliðinn laugardag opnaðu tvær einkasýningar í Listval. Sýningin Flauelstjald, með verkum eftir Helgu Páleyju Friðþjófsdóttur og Púls með verkum eftir Hólmfríði Sunnu Guðmundsdóttur.
Helga Páley er upptekin af teikningu í verkum sínum en á sýningunni kannar hún mörk miðilsins með því að yfirfæra teikninguna á striga og aðra miðla. Á sýningunni Flauelstjald má sjá verk á pappír og striga þar sem teikningin er undirstaða verkanna.
Á sýningunni Púls tekst Hólmfríður Sunna á við síkvikt eðli og óróleika náttúrunnar. Allt springur út og að lokum dofnar allt. Rík efniskennd og áferð eru áberandi en þau gefa óljósa tilfinningu hvort um sé að ræða hold, landslag, örheim eða kynjaverur. Olía og viðkvæm efni eins og kol og þurrpastel flæða saman en það er mikilvægur partur af sköpunarferlinu að efnin vinni sjálfstætt og renni saman á óvæntan hátt.
Eins og sjá má á myndunum voru allir í essinu sínu opnuninni enda margt fallegt til að horfa á sem gleður augað.