Forsetaframbjóðendur sýndu sín réttu andlit

Ástþór veitti Steinunni Ólínu hjálparhönd.
Ástþór veitti Steinunni Ólínu hjálparhönd.

For­setafram­bjóðend­ur mættust á bryggjunni fyrir framan Brim í Reykjavíkurhöfn í gær til þess að keppa í flökun og hnýtingu. Eða allir nema Jón Gnarr, sem var í tökum á nýrri íslenskri sjónvarpsþáttaröð.

Mark­miðið var að fá fram­bjóðend­ur til að tengja sig grund­vall­ar­at­vinnu­grein Íslands sem er sjávarútvegur en Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn. 

Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs stýrði keppninni og Bolli Már Bjarnason útvarpsstjarna á K100 lýsti keppninni. Eins og sjá má á myndunum komu forstaframbjóðendur fram eins og þeir eru klæddir. Í lopapeysum og án mikillar förðunar nema náttúrlega Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Ásdís Rán var vel förðuð og Steinunn Ólína eins og hún væri á leiðinni á Kaffibarinn. Halla Hrund Logadóttir var alls ekki á leiðinni á Kaffibarinn og mætti með „óDysonað“ hár. Viktor Traustason skartaði rauðu elítuhúfunni á meðan Helga Þórisdóttir var alþýðleg í Cintamani flíspeysu sem er þjóðbúningur úthverfanna - ekki þó í Fossvoginum þar sem Helga býr. Þar er meira verið að vinna með franska merkjavöru. 

Arnar Þór Jónsson býr í Garðabænum og var í svokölluðu Garðabæjarvesti sem er frá Parajumpers. Merkið hefur notið vinsælda hjá elítu landsins en vörurnar þekkjast á gulum borða sem festur er á flíkur í kringum hálsmálið. Halla Tómasdóttir klæddist lopapeysu frá íslenska merkinu Farmers Market en merkið hefur notið mikilla vinsælda hjá íslensku sumarkonunni. 

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á keppnina en Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi fékk flest stig. 

Halla Hrund Logadóttir mætti með óDysonað hár á bryggjuna og …
Halla Hrund Logadóttir mætti með óDysonað hár á bryggjuna og Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með derhúfu til þess að vernda hárið á sér.
Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs.
Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs.
Aríel Pétursson spilaði á gítar.
Aríel Pétursson spilaði á gítar.
Baldur Þórhallsson mætti með trefil svo honum yrði ekki kalt.
Baldur Þórhallsson mætti með trefil svo honum yrði ekki kalt.
Ásdís Rán var með derhúfu og í bleikum jakka.
Ásdís Rán var með derhúfu og í bleikum jakka.
Halla Tómasdóttir var í Farmers Market lopapeysu og með hárið …
Halla Tómasdóttir var í Farmers Market lopapeysu og með hárið tekið frá andlitinu.
Bolli Már Bjarnason, Aríel Pétursson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla …
Bolli Már Bjarnason, Aríel Pétursson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir, Viktor Traustason, Arnar Þór Jónsson, Halla Hrund Logadóttir, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Helga Þórisdóttir og Eiríkur Ingi Jóhannsson.
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim fylgdist með keppninni af áhuga.
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim fylgdist með keppninni af áhuga.
Arnar Þór Jónsson mætti í Parajumpers-vesti en fatamerkið nýtur mikilla …
Arnar Þór Jónsson mætti í Parajumpers-vesti en fatamerkið nýtur mikilla vinsælda í Garðabænum þar sem Arnar Þór býr.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mætti í ullarjakka og bleikri skyrtu.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mætti í ullarjakka og bleikri skyrtu.
Eiríkur Ingi Jóhannsson og Halla Tómasdóttir klæddust lopapeysum.
Eiríkur Ingi Jóhannsson og Halla Tómasdóttir klæddust lopapeysum.
Halla Hrund Logadóttir var líka í lopapeysu en Helga Þórisdóttir …
Halla Hrund Logadóttir var líka í lopapeysu en Helga Þórisdóttir var í Cintamani flíspeysu.
Steinunn Ólína og Ásdís Rán.
Steinunn Ólína og Ásdís Rán.
Guðmundur Kristjánsson, Halla Tómasdóttir, Vigdís Jóhannsdóttir og Björn Skúlason.
Guðmundur Kristjánsson, Halla Tómasdóttir, Vigdís Jóhannsdóttir og Björn Skúlason.
Elísabet Sveinsdóttir og Halla Tómasdóttir.
Elísabet Sveinsdóttir og Halla Tómasdóttir.
Aríel Pétursson.
Aríel Pétursson.
Helga Þórisdóttir.
Helga Þórisdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Ástþór Magnússon mætti í jakkafötum og með gult bindi.
Ástþór Magnússon mætti í jakkafötum og með gult bindi.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir var í jakka í stíl við varalitinn.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir var í jakka í stíl við varalitinn.
Viktor mætti með rauðu húfuna sem er frá Per­fect Moment.
Viktor mætti með rauðu húfuna sem er frá Per­fect Moment.
Guðmundur Kristjánsson, Viktor Traustason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Guðmundur Kristjánsson, Viktor Traustason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Eiríkur Ingi Jóhannsson.
Eiríkur Ingi Jóhannsson.
Bolli Már Bjarnason og Aríel Pétursson. Jónas Garðarsson fylgist með.
Bolli Már Bjarnason og Aríel Pétursson. Jónas Garðarsson fylgist með.
Helga Þórisdóttir er vön að flaka fisk enda hagsýn húsmóðir.
Helga Þórisdóttir er vön að flaka fisk enda hagsýn húsmóðir.
Ástþór Magnússon og Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ástþór Magnússon og Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda