Sirrý útskrifaðist úr HR og tók þátt í Ironman sömu helgina

Sirrý Hallgrísdóttir fagnaði útskrift og járnkarli um helgina ásamt vinum …
Sirrý Hallgrísdóttir fagnaði útskrift og járnkarli um helgina ásamt vinum sínum. Samsett mynd

Sigríður Hallgrímsdóttir, Sirrý, fagnaði tveimur áföngum á dögunum þegar hún útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og tók þátt í Ironman í Danmörku. Þegar hún kom heim úr ferðinni sló hún upp teiti á Fröken Reykjavík. 

„Um helgina hélt ég upp á að hafa lokið tveggja ára meistaranámi í verkefnastjórnun. Ég hafði því miður ekki tök á því að vera á sjálfri útskriftinni þar sem ég var að taka þátt í Ironman í Helsingör í Danmörku sömu helgi,“ segir Sirrý og bætir við: 

„Vinkona mín Dóra Takefusa var að taka við sem hótelstjóri á Hótel Reykjavík Saga og það var því tilvalið að bjóða fjölskyldu og vinum upp á léttar veitingar á Fröken Reykjavík. Íslenska sumarið lét loksins sjá sig svo við opnuðum meira að segja út í dásamlegan bakgarðinn og vorum í geggjaðri sumarstemningu,“ segir hún. 

Ragnhildur Gísladóttir, Sirrý Hallgrímsdóttir, Þóra Clausen og Dóra Takefusa.
Ragnhildur Gísladóttir, Sirrý Hallgrímsdóttir, Þóra Clausen og Dóra Takefusa.

Sirrý hefur æft þríþraut með Ægir 3 og var búin að setja sér markmið að taka þátt í Ironman 70.3 sem er 1,9 km sund, 90 km hjól og hálft maraþon í einni beit. 

„Fyrir ári síðan fannst mér mjög góð hugmynd að keppa svona stuttu eftir útskrift og njóta þess svo að slappa af þegar leið á sumarið. Það kann að hafa verið vanhugsað hjá mér því ég fann hvernig kortísólið hækkaði eftir því sem nær dró. Það kom stutt tímabil þar sem ég hugsaði að ég yrði einfaldlega að fá fleiri klukkustundir í sólarhringinn fyrir æfingar og lærdóm með fullri vinnu. En að lokum gekk allt upp, eins og það gerir nú oftast að lokum, og ég er bara hæstánægð með gráðuna og Járnmanninn! En ég hugsa að ég fari að snúa mér frekar að golfi og jóga, að minnsta kosti í smátíma,“ segir hún og hlær. 

„Ég þrífst samt á því að setja mér krefjandi markmið, læra og gera hluti sem næra bæði líkama og sál. Ég stefni á að klára maraþon á næsta ári og hver veit nema ég gangi upp á eitthvað af þessum hæstu tindum heims - og mér mun pottþétt takast að skipuleggja þá ferð samhliða einhverju mjög krefjandi tímabili í vinnunni líka!“

Sirrý Hallgrímsd í góðum gír.
Sirrý Hallgrímsd í góðum gír.
Halldóra Traustadóttir, Halldóra Vífilsdóttir, Sigurlaug Sverrisdóttir og Sigríður Ómarsdóttir.
Halldóra Traustadóttir, Halldóra Vífilsdóttir, Sigurlaug Sverrisdóttir og Sigríður Ómarsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Illugi Gunnarsson.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Illugi Gunnarsson.
Arna Gerður Bang og Ásdís Spanó.
Arna Gerður Bang og Ásdís Spanó.
Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frímann Magnússon.
Þóra Clausen og Ragnhildur Gísladóttir.
Þóra Clausen og Ragnhildur Gísladóttir.
Halldóra Traustadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásdís Spanó, Hildur Sverrisdóttir og …
Halldóra Traustadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásdís Spanó, Hildur Sverrisdóttir og Arna Gerður Bang.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál