Myndlistarmaðurinn Jóhanna Hreinsdóttir opnaði sýninguna Til móts við tilveruna í sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu. Það var ekki þverfótað fyrir fólki á sýningunni. Eiginmaður Jóhönnu, Jón Guðmundsson fasteignasali og eigandi Fasteignamarkaðarins, var að sjálfsögðu á meðal gesta ásamt vinum og fjölskyldu.
„Myndhugsun mín, sem er bundin litum, formum náttúrunnar og tilfinningalegu gildi þeirra, beinist inn á við og flæðir á vit óvissunnar í leit að samhljómi. Margbreytileiki og óútreiknanleg framvinda lífsins eru þannig uppspretta hugmynda minna. Allt frá fyrstu pensilstroku til þeirrar síðustu eiga sér stað mörg samtöl - frá einu augnabliki til annars - þar sem ekkert er fyrirfram ákveðið. Ferlið þróast og tekur sífelldum breytingum eins og lífið sjálf,“ segir Jóhanna.
Jóhanna tileinkaði sýninguna börnunum sínum þremur þeim Gyðu, Steinunni og Hreini Bergs.