Það ríkti sannkölluð Hollywood-stemning í Smárabíói á miðvikudag þegar íslenska spennuþáttaröðin Dimma var forsýnd. Þættirnir, sem eru byggðir á samnefndri skáldsögu Ragnars Jónassonar, verða sýndir í Sjónvarpi Símans Premium og fer fyrsti þáttur í loftið í dag, fimmtudag, en þeir eru sex talsins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Eliza Reid, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson voru meðal fjölmargra sýningargesta sem fylgdust spenntir með úr sætum sínum.
Dimma gerist á Íslandi og er það sænska leikkonan Lena Olin sem fer með hlutverk lögreglukonunnar Huldu Hermannsdóttir sem er fengin til að rannsaka óhugnanlegt morðmál.
Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk í þáttaröðinni og má þar helst nefna Jack Bannon, Douglas Henshall, Þorstein Bachmann, Þorvald Davíð Kristjánsson, Ólaf Darra Ólafsson og Björn Hlyn Haraldsson.
Cecilie Willoch sendiherra Noregs stillti sér upp ásamt Carrin Patman sendiherra Bandaríkjanna.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
María Björk Einarsdóttir forstjóri Símans ræddi við forsýningargesti.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Kristinn Þórðarson, Ragnar Jónasson og María Björk Einarsdóttir.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Ragnar, Leifur og Kristinn.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Þorsteinn Bachmann, Ragnar Jónasson og Víkingur Heiðar Ólafsson.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Ragnar Jónasson stillti sér upp ásamt Þorvaldi Davíð Kristjánssyni og eiginkonu hans Hrafntinnu Karlsdóttur.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Listakonan Laufey Elíasdóttir var full tilhlökkunar. Hér er hún ásamt vinkonu.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ragnar Jónasson ásamt spenntum bíógestum.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Leifur Dagfinnsson er hér fyrir miðri mynd.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Tómas Jónasson, Ragnar Jónasson, Natalía Ragnarsdóttir, Kira Ragnarsdóttir og Jónas Ragnarsson.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Ragnar Jónassonar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Kristinn Þórðarson.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Sigtryggur Magnason og Svandís Dóra Einarsdóttir.
Ljósmynd/Thelma Arngríms
Leikkonurnar Þóra Karítas Árnadóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir létu sig ekki vanta.
Ljósmynd/Thelma Arngríms