Magnús Kjartan tróð upp á afmælisfögnuði Krafts

Rífandi stemning var á afmælisfögnuði Krafts.
Rífandi stemning var á afmælisfögnuði Krafts. Samsett mynd

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, fagnaði 25 ára afmæli í gær, mánudaginn 1. október. Af því tilefni var efnt til mikils fagnaðar á Hilton Reykjavík Nordica á laugardag, en félagið hélt viðburðinn Lífið er núna festival á hótelinu.

Viðburðurinn, sem er haldinn annað hvert ár, var extra glæsilegur í tilefni af afmæli Krafts, en  dagurinn hófst með fjölbreyttum vinnustofum þar sem félagsmenn hlýddu meðal annars á fyrirlestur Haralds Inga Þorleifssonar athafnamanns. Gleðin náði þó hámarki á VOX Club um kvöldið þegar aðalsöngvari Stuðlabandsins, Magnús Kjartan Eyjólfsson, steig á svið. 

Haraldur Ingi Þorleifsson ræddi við félagsmenn.
Haraldur Ingi Þorleifsson ræddi við félagsmenn. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Kraftur var formlega stofnað 1. október 1999. Persónuleg reynsla nokkurra ungra eldhuga sem höfðu greinst með krabbamein eða voru aðstandendur varð til þess að félagið var stofnað. Þessa persónulegu reynslu ákvað hópurinn að nýta til góðs fyrir aðra sem síðar myndu greinast.

„Það er afstæð staðreynd að fyrir 25 árum síðan var ekki til stuðningsnet fyrir unga sem greinast með krabbamein og aðstandendur. Að heyja baráttu við krabbamein reynir á alla. Jafningjastuðningur sem við getum veitt hvert öðru í þessari baráttu gefur okkur þann kraft sem þarf til að lifa með eða komast í gegnum veikindi okkar,“ segir Viktoría Jensdóttir, formaður Krafts.

Dagurinn hófst á fjölbreyttum vinnustofum.
Dagurinn hófst á fjölbreyttum vinnustofum. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
Það er alltaf gaman að heimsækja myndakassann.
Það er alltaf gaman að heimsækja myndakassann. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
Mikil gleði var í mannskapnum.
Mikil gleði var í mannskapnum. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson.
Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
Það ríkti mikil gleði á viðburðinum.
Það ríkti mikil gleði á viðburðinum. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
Mikill kærleikur og mikil gleði ríkti á viðburðinum.
Mikill kærleikur og mikil gleði ríkti á viðburðinum. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
Félagsmenn hlýddu á áhugaverða fyrirlestra.
Félagsmenn hlýddu á áhugaverða fyrirlestra. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál