„Það er alltaf jafn taugtrekkjandi“

Aníta Briem fer með hlutverk Steinunnar í Ráðherranum 2. Hér …
Aníta Briem fer með hlutverk Steinunnar í Ráðherranum 2. Hér er hún með Maríu Hrund Marinósdóttur.

Leikkonan Aníta Briem fer með eitt af aðalhlutverkunum í Ráðherrann 2. Þar fer hún með hlutverk Steinunnar sem er eiginkona Benedikts sem Ólafur Darri Ólafsson leikur. Fyrsti þáttur verður frumsýndur á Rúv á sunnudaginn en í gærkvöldi var forsýning í Bíó Paradís. 

„Það er alltaf jafn taugtrekkjandi að mæta á frumsýningar,“ segir leikkonan Aníta Briem í samtali við Smartland og játar að hafa verið með hnút í maganum. 

„Þetta er svo stórt að horfa á með áhorfendum í fyrsta skipti. Fyrir mig persónulega þá get ég sagt að í lok þáttarins voru farin að leka niður tár og dóttir mín, sem var með mér á sýningunni, gerði grín að mér,“ segir Aníta.

Hún er stolt af þessari vinnu og segir að það sé svolítið kómískt að vera alltaf með hnút í maganum á frumsýningum sem þessum. Fyrir ári síðan var hún í svipuðum sporum þegar hún frumsýndi sína fyrstu þáttaröð, Svo lengi sem við lifum sem sýnd var á Stöð 2. 

„Þá var ég með hnút í maganum,“ segir hún og hlær. 

Flutti á Bárugötu eins og Steinunn

Ertu búin að sjá alla seríuna?

„Nei, ég er ekki búin að sjá neitt. Maður skilur allt eftir á gólfinu; blóð, svita og tár. Svo fer sköpunarferlið í klippiherbergið. Ég segi oft að svona finna sé þriggja parta sköpunarferli. Fyrst er að skrifa handritið, svo að eru það tökurnar og loks eftirvinnslan. Maður veita aldrei nákvæmlega hvernig útkoman verður,“ segir hún. 

Aníta segir að þetta hafi varið stórkostlegt ferli og það hafi verið gaman að vinna með þessu yndislega fólki sem koma að Ráðherranum 2. 

„Í þessari seríu flytja ráðherrahjónin frá Arnarnesinu yfir á Bárugötu. Ári eftir að tökum lauk er ég ólétt, eins og Steinunn er í þáttaröðinni, og er að flytja á Bárugötu eins og í seríunni. Svona getur lífið leikið eftir listinni,“ segir Aníta. 

Valdimar Óskar Jónasson og Elva Ósk Ólafsdóttir.
Valdimar Óskar Jónasson og Elva Ósk Ólafsdóttir.
Tjörvi Þórsson forstjóri Sagafilm.
Tjörvi Þórsson forstjóri Sagafilm.
Hiroko Ara og Gunnar Hansson.
Hiroko Ara og Gunnar Hansson.
Kristin Helga Einarsdóttir og Gunnar Auðunn Jóhannsson tökumaður þáttanna.
Kristin Helga Einarsdóttir og Gunnar Auðunn Jóhannsson tökumaður þáttanna.
Helgi Björnsson, Sveinn Geirsson og Baltasar Breki Samper.
Helgi Björnsson, Sveinn Geirsson og Baltasar Breki Samper.
Mæðgurnar Mía Aníta Briem Paraskevopoulou og Aníta Briem.
Mæðgurnar Mía Aníta Briem Paraskevopoulou og Aníta Briem.
Guðrún Gísladóttir mætti með vini sínum.
Guðrún Gísladóttir mætti með vini sínum.
Tinna Hrafnsdóttir er hér fyrir miðri mynd.
Tinna Hrafnsdóttir er hér fyrir miðri mynd.
Árni Gestur grafíker hjá Sagafilm, Arnar Benjamín Kristjánsson samframleiðandi þáttanna …
Árni Gestur grafíker hjá Sagafilm, Arnar Benjamín Kristjánsson samframleiðandi þáttanna og Gaukur Úlfarsson yfirmaður heimildamynda hjá Sagafilm.
Birta Björnsdóttir fréttamaður á Rúv mætti ásamt vinkonu.
Birta Björnsdóttir fréttamaður á Rúv mætti ásamt vinkonu.
Tinna Arnardóttir og Gísli Berg framleiðslustjóri hjá Rúv.
Tinna Arnardóttir og Gísli Berg framleiðslustjóri hjá Rúv.
Hafdís Pálsdóttir förðunarfræðingur og Þórunn Guðlaugsdóttir leikkona.
Hafdís Pálsdóttir förðunarfræðingur og Þórunn Guðlaugsdóttir leikkona.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda