Sunnudaginn 3. nóvember var haldið fjölmennt útgáfuhóf í bókaverslun Forlagsins á Fiskislóð vegna bókarinnar Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar eftir Herdísi M. Hübner.
Þetta er önnur bók Herdísar en áður kom út Átthagar – Ísfirðingar margra landa segja frá, auk þess hefur hún þýtt fjölmargar bækur sem gefnar hafa verið út hérlendis. Herdís er gift Hrafni Norðdahl og sonur þeirra er einn þekktasti rithöfundur landsins, Eiríkur Örn Norðdahl.
Bókin fjallar um ævisögu Árnýjar Auri Hinriksson en hún er hvað einna þekktust fyrir að hafa aðstoðað einstaklinga, ættleidda frá Srí Lanka, við að finna líffræðilega foreldra sína og fjölskyldu.
Sjálf fæddist Auri á Srí Lanka en flutti fertug til Ísafjarðar. Hún á að baki merkilega ævi og er sagan einstök frásögn af hugrakkri konu sem lætur ekki brjóta sig niður heldur rís upp og blómstrar mitt í mótlætinu.
Margt var um manninn í útgáfuhófinu, m.a. Ragnhildur Steinunn fjölmiðlakona, Yesmine Olsson, Bryndís Schram og Jón Baldvin.
Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram létu sig ekki vanta í útgáfuhóf bókarinnar Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar, eftir Herdísi M. Hübner. Hér eru þau ásamt Þráni Hallgrímssyni.
Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hér er Árný Auri Hinriksson, sem bókin fjallar um, ásamt Herdísi M. Hübner, höfundi bókarinnar.
Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hrafn Norðdahl ásamt systur sinni Drífu Hjartardóttur.
Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Magdalena Sirrý Þórisdóttir, Jónbjörn Sigtryggsson, Sigrún J. Þórisdóttir og Einar Kristinn Guðfinnsson.
Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjölmennt var í útgáfuhófinu á sunnudaginn í bókabúð Forlagsins að Fiskislóð.
Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Baddi Luv athafnamaður faðmar Auri.
Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glatt var á hjalla að Fiskislóð.
Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gestir hlustuðu af athygli þegar ávarp var flutt til Auriar, sem bókin fjallar um.
Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Katrín Peterson flutti ávarp til Auriar í hófinu.
Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir