Hönnunarverðlaun Íslands fóru fram í Grósku í gær. Þar voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun og arkitektúr. Magnea Guðmundsdóttir arkitekt og Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður voru kynnar hátíðarinnar og það var líkt og þau hefðu aldrei gert neitt annað en að vera sniðug og skemmtileg.
Ullarpeysa vara ársins
Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður fékk verðlaun fyrir vöru ársins sem er peysan James Cook en peysuna hannaði hún í samvinnu við Stephan Stephensen listamann.
Ný bygging Alþingis verðlaunuð
Studio Granda fékk verðlaun fyrir Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis. Eigendur Studio Granda eru Margrét Harðardóttir og Steve Christer. Þau eiga heiðurinn af mörgum fallegum byggingum sem prýða Ísland.
Þykjó hreif börnin með sér
Þykjó, sem er þverfaglegt hönnunarteymi, fékk verðlaun fyrir verkið Börnin að borðinu þar sem þau leituðu til barna til að endurskipuleggja svæðið í kringum Ásbrú í Reykjanesbæ.
Teiknari allt sitt líf
Gísli B. Björnsson teiknari fékk heiðursverðlaun ársins en hann hefur hannað þekktustu lógó landsins síðustu 50 árin eða svo. Hann kenndi auglýsingahönnun og grafíska hönnun í 50 ár og hafa verk hans sett svip á samtímann. Hann hannaði til dæmis lógó Sjónvarpsins og SS svo einhver séu nefnd.
Krónan hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun en fyrirtækið hefur fengið hönnuði að borðinu til þess að hanna vörur og varning til þess að auka upplifun kúnnans.
„Það byggist á ríkulegri hugmyndaauðgi og framsýni í umhverfismálum sem snýr m.a. að endurvinnslu og ýmiss konar nýtingu hliðarafurða og afganga,“ sagði í umsögn dómnefndar.
Hanna Stína Ólafsdóttir, Kristín Eva Ólafsdóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Heiðdís Hilmarsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Helga Ólafsdóttir og Helga Thors.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Helga Lilja Magnúsdóttir fékk verðlaun fyrir vöru ársins.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
James Marry var tilnefndur fyrir grímur sínar.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Rán Flygenring var tilnefnd.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Sigurður Arngrímsson og Gísli Arnarson eru hér á spjalli.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Helga Lilja Magnúsdóttir er hér í góðum félagsskap.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Sigrún Sandra og Edda Björnsdóttir.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Birgir Ármannsson og Ragna Árnadóttir í góðum félagsskap.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Gísli B. Björnsson fékk heiðursverðlaun.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins í Garðabæ.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Guðrún Aðalsteinsdóttir tók við verðlaunum fyrir hönd Krónunnar.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Þykjó tók við verðlaunum.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Eva María Árnadóttir.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Grétar Örn Guðmundsson, Steve Christer, Margrét Harðardóttir og Birgir Örn Jónsson.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Jón Helgi og Halldór Eldjárn voru tilnefndir.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Gísli B. Björnsson hlaut heiðursverðlaun fyrir vel unnin störf sem teiknari en hann teiknaði mörg af frægustu lógóum síðustu 50 ára. Hér er hann og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Halldór Eiríksson, Sigríður Sunna, Ninna Þórðardóttir, Erla Ólafsdóttir og Embla Vigfúsdóttir.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Hringur, Inga Rut og Henry voru tilnefnd.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Magnea Guðmundsdóttir og Búi Bjarmar Aðalsteinsson voru kynnar á hönnunarverðlaununum.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Anna María Bogadóttir og Hlín Helga Guðlaugsdóttir.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Guðrún Edda, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Heiðdís Hilmarsdóttir, Freyja Leopoldsdóttir og Berglind Ingólfsdóttir.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Halla Helgadóttir og James Marry ásamt félaga sínum.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Sigmundur Páll Freysteinsson, Íris Indriðadóttir og Signý Jónsdóttir.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Sigurður Þorteinsson og Sigríður Sigþórsdóttir.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Páll Ólafsson og Birgir Ármannsson.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir