Ný og glæsileg verslun Rammagerðarinnar að Laugavegi 31 opnaði með pompi og prakt og fimmtudaginn í síðustu viku. Mikill fjöldi hönnunarunnenda mætti í opnunarhóf verslunarinnar í þessu sögufræga húsi sem áður hýsti biskupsstofu. Heilmikil stemning var á báðum hæðum hússins, enda er Rammagerðin sannkallað heimili íslenskrar hönnunar og handverks og hefur verið það síðan 1940.
Á opnunni tók kórinn Kliður lagið í sögufrægu tröppum hússins, en tröppurnar eru sannkallað aðdráttarafl og hafa fengið verðskuldaða andlitslyftingu í höndum Basalt arkitekta sem sáu um endurgerð hússins.
Kórinn Kliður tók lagið undir kórstjórn Gyðu Valtýssdóttur.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Á efri hæð Rammagerðarhússins má finna útibú frá Gallery Port sem sérhæfir sig í ungu og upprennandi listafólki, en þar opnaði einnig ljósmyndasýning eftir Önnu Maggý þar sem viðfangsefnið er íslenskar listakonur klæddar íslenskri ull.
Rammagerðin notaði einnig tækifærið og kynnti til leiks Jólaköttinn 2024 sem í ár er hannaður af glerlistamanninum Anders Vange hjá Reykjavík Glass.
Meðal þeirra vörumerkja sem finna má á Laugavegi 31 er Fischersund-ilmhús, Hvammsvík, 66°Norður, Reykjavík Glass, Bjarni Viðar keramiker, Varma, Dagsson, BAHNS, Taramar og As we Grow svo fátt eitt sé nefnt.
Sonja Bent frá Nordic Angan og Gríma Björg Thorerensen.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Kampavínsglös eftir Anders Vange úr endurunnu gleri.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Sigríður Lára og Guðný Margrét.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Jólaskraut úr endurunnu gleri.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Liðsmenn úr Kliður-kórnum.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Rammagerðin býður upp á mikið vöruúrval.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Fjalar Ólafsson, Aldís Einarsdóttir keramiker og Davíð Georg Gunnarsson hönnuður.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Jólakötturinn 2024.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Honey og Sigrún.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Anders Vange.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Þessi ungi maður prófaði ilmsturtuna frá Hvammsvík og Nordic Angan.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Verslunin er komin í ansi jólalegan búning.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Margir kynntu sér vöruúrvalið.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Anders Vange, Iman og börnin þeirra Ronja og Viggo.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Hlín Reykdal, Kormákur Geirharðsson og Sonja Bent.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Verslunin er stórglæsileg.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Margir kíktu í opnunarhófið.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Ný verslun Rammagerðarinnar að Laugavegi 31.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Bjarnið Viðar Sigurðsson keramiker og Anders Vange glerlistamaður.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Útibú frá Gallery Port er að finna á efri hæð hússins.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Mikill fjöldi mætti á svæðið.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Það var að sjálfsögðu skálað.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Bjarney Harðardóttir og Helgi Rúnar Óskarsson eigendur Rammagerðarinna og 66°Norður.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Dýrleif Ýr örlygsdóttir eigandi verslunarinnar Kormáks og Skjaldar, Þórunn Óskarsdóttir og Addú.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Lydía Kims.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Stuð og stemning.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Björn Kristjánsson og Hildur Jóhannesdóttir.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Bjarney, Helgi og Sigrún.
Ljósmynd/Róbert Arnar
Fjölmargir kíktu á ljósmyndasýningu Önnu Maggýjar á efri hæð hússins.
Ljósmynd/Róbert Arnar