Í síðustu viku var kvikmyndin Hygge! frumsýnd fyrir fullum sal í Bíó Paradís. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson var á staðnum til að fagna með aðstandendum myndarinnar og var reffilegur með gleraugu með ögn lituðu gleri.
Eftir frumsýninguna var boðið upp á svokallaða kvöldstund þar sem leikstjóri myndarinnar, Dagur Kári Pétursson, sat fyrir svörum áhorfenda og sá Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur um að stýra umræðum.
Dagur Kári hefur áður leikstýrt þekktum kvikmyndum á borð við Nóa Albinóa (2003), The Good Heart (2009) og Fúsa (2015).
Hygge!, sem er í anda ítölsku kvikmyndarinnar Perfetti Sconosciuti, hefur slegið í gegn í dönskum kvikmyndahúsum og hafa vel yfir 180.000 manns séð myndina þar í landi.
Íslendingar hafa nú tækifæri til að bera myndina augum því hún er loksins komin í bíó og verður í sýningu í Bíó Paradís næstu vikurnar.
Bragi Þór Hinriksson leikstjóri og Helga Arnardóttir fjölmiðlakona.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Arnar Jónsson leikari og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Fullur salur af gestum sem bíða þess með eftirvæntingu að myndin byrji.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Kvöldstund með Degi Kára leikstjóra og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðingi.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Daði Guðbjartsson listmálari, Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri og Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Sigurjón Sighvatsson stendur við frumsýningarsalinn, ásamt gestum.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Guðrún Jóhannesdóttir leikstjóri og Ragnar Bragason leikstjóri, ásamt sonum Ragnars, Bjarti Elí og Alvin Huga.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Guðrún Sóley Gestsdóttir fjölmiðlakona lét sig ekki vanta og verslar hér góðgæti til að hafa með myndinni.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Hrönn Sveinsdóttir spjallar við gesti fyrir frumsýninguna.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Anton Máni kvikmyndagerðarmaður og Bryndís Helgadóttir leikkona.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic