Sjálfstæðisflokkurinn var með kosningavöku sína í Sjálfsstæðissalnum. Bekkurinn var þéttsetinn og komust færri að en vildu.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var að sjálfsögðu á svæðinu ásamt eiginkonu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur.
Þar var líka skólamaðurinn Jón Pétur Zimsen, sem er jöfnunarþingmaður í Reykjavík suður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og þingmaðurinn Hildur Sverrisdóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi skein skært í bleikum samfestingi frá Sif Benedicta, Patrik Snær Atlason tónlistarmaður mætti með týpugleraugu og Ásgeir Kolbeinsson stóð partívaktina en því miður náðist ekki ljósmynd af honum.