Komið gott-kóngarnir troðfylltu Iðnó og þátturinn verður ekki sendur út

Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir héldu uppi stuðinu í Iðnó …
Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir héldu uppi stuðinu í Iðnó í gær. Á samsettu myndinni eru Viktoría Kjartansdóttir og Guðrún Magnúsdóttir. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir, kóngarnir í Komið gott-hlaðvarpinu, troðfylltu Iðnó í gærkvöldi þar sem þær voru með þátt í beinni útsendingu. Hlaðvarpið hóf göngu sína í júlí og hefur síðan þá vaxið og dafnað enda eru þessir kóngar ekkert eðlilega skemmtilegir! 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var einn af heiðursgestunum í þættinum. Hún fékk sérstakt hrós fyrir að passa enn þá í 20 ára Karen Millen dragt en Smartland greindi frá því í vikunni að Þorgerður Katrín væri eins og kvenkynsútgáfan af James Bond.

Þorgerður Katrín fékk sérstaka gjöf frá Komið gott-kóngunum því þeim finnst hún ekki hafa drukkið nóg af áfengi í kosningabaráttunni. Hún fékk risa Stanley-brúsa og Muga-rauðvínsflösku sem var hellt í brúsann uppi á sviðinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson, þingmenn Viðreisnar, nutu góðs af þessu og fengu sopa hjá formanninum. Gott ef Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk ekki sopa líka. Á sviðinu var líka Snorri Másson, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, og Nadine Guðrún Yaghi eiginkona hans. 

Friðjón Friðjónsson í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins var líka gestur á sviðinu og líka Stefán Einar Stefánsson, sem þær kalla Sesamfræið, og svo fékk Skafti Jónsson, diplómat og faðir Ólafar, að láta ljós sitt skína í um það bil 30 sekúndur sem var of lítill tími að hans mati. Og reyndar gestanna líka. 

Svandísi Svavarsdóttur, formanni VG, var sérstaklega boðið á viðburðinn en hún komst því miður ekki því hún var í París að drekka kampavín. 

Svo var greint frá skilaboðum sem leikstjórinn Baltasar Kormákur sendi á vitlausa Lilju og fleira skemmtilegt sem ekki verður upplýst um frekar. Þátturinn mun ekki fara í loftið og var bara fyrir þessa fáu útvöldu sem höfðu vit á að kaupa sér miða því það seldist upp á viðburðinn á fjórum mínútum. 

Stefán Einar Stefánsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Stefán Einar Stefánsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kristín Gunnarsdóttir, þáttastjórnandi í Komið gott, var glæsilega förðuð af …
Kristín Gunnarsdóttir, þáttastjórnandi í Komið gott, var glæsilega förðuð af Steinunni Eddu Steingrímsdóttur. Hún skartaði fatnaði frá Magneu Einarsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ólöf Skaftadóttir geislaði þetta kvöld enda líka förðuð af Steinunni …
Ólöf Skaftadóttir geislaði þetta kvöld enda líka förðuð af Steinunni Eddu Steingrímsdóttur. Fötin eru úr Stefánsbúð. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Margrét Berg Sverrisdóttir og Rósa María Árnadóttir.
Margrét Berg Sverrisdóttir og Rósa María Árnadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir.
María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Katrín Oddsdóttir og María Hrund Marinósdóttir.
Katrín Oddsdóttir og María Hrund Marinósdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og Anna Fríða Gísladóttir.
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og Anna Fríða Gísladóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórður Gunnarsson.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórður Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðrún Nielsen og Þóra Sif.
Guðrún Nielsen og Þóra Sif. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ragnar Jónasson mætti ásamt vini.
Ragnar Jónasson mætti ásamt vini. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þessar skemmtu sér konunglega.
Þessar skemmtu sér konunglega. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rósa Kristinsdóttir, Sigurlaug Jóhannsdóttir og Aníta Rut Hilmarsdóttir voru í …
Rósa Kristinsdóttir, Sigurlaug Jóhannsdóttir og Aníta Rut Hilmarsdóttir voru í góðu stuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Steinunn Ólafsdóttir og Kristín Ólafsdóttir.
Steinunn Ólafsdóttir og Kristín Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ingibjörg Iða Auðunardóttir og Daníel Freyr Birkisson.
Ingibjörg Iða Auðunardóttir og Daníel Freyr Birkisson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Viktoría Kjartansdóttir og Guðrún Magnúsdóttir.
Viktoría Kjartansdóttir og Guðrún Magnúsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Líf Magneudóttir.
Líf Magneudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Jakob Birgisson uppistandari hóf kvöldið.
Jakob Birgisson uppistandari hóf kvöldið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson voru með sæti …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson voru með sæti á sviðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir.
Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Dóra Júlía Agnarsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson.
Dóra Júlía Agnarsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda