Bleikklæddar drottningar skemmtu sér

Linda Pétursdóttir, Halldóra Sif Guðlaugsdóttir og Ásta Björk Benediktsdóttir.
Linda Pétursdóttir, Halldóra Sif Guðlaugsdóttir og Ásta Björk Benediktsdóttir. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir

Förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir sýndi fallega hátíðaförðun í Apotek Atelier á föstudaginn var í samvinnu við íslenska tískumerkið Sif Benedicta. Verslunin Apotek Atelier selur íslenska hönnun frá Sif Benedicta, sem er í eigu Halldóru Sif Guðlaugsdóttur, og líka hönnun Sævars Markúsar sem hannar undir sama nafni. 

Vel var mætt enda vilja fleiri en færri læra af Hörpu Kára sem er einn af færustu förðunarfræðingum landsins. Harpa farðaði Önnu Braunu með glitrandi augnskugga og setti á hana fjólurauðar varir. 

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir, tískuhönnuður hjá fatamerki sínu Sif Benedicta, hefur vakið athygli fyrir bleikar dragtir, silkiskyrtur og kjóla. Hafa margar þekktar konur látið sjá sig í hönnun hennar og má þar nefna Guðrúnu Karls Helgudóttur, biskup Íslands, en hún var einmitt stödd í boðinu á föstudaginn. Halldóra Sif er mikil sparifatakona og segir að fólk eigi að nýta hvert tækifæri til að klæða sig upp á. 

„Yfir hátíðirnar þá finnst mér alltaf gaman að dressa mig upp til þess að lífga upp á skammdegið annaðhvort í fallegri dragt og silkiskyrtu eða fallegum silkikjól. Ég vil vera í góðum pels yfir svo mér verði ekki kalt og í þægilegum skóm. Rauður varalitur er alltaf með í töskunni,“ segir Halldóra Sif sem skartaði sínu fegursta á þessum viðburði. 

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, lét sig ekki vanta.
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, lét sig ekki vanta. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Harpa Kára og Eva Ruza.
Harpa Kára og Eva Ruza. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Halldóra Sif Guðlaugsdóttir, eigandi Sif Benedicta.
Halldóra Sif Guðlaugsdóttir, eigandi Sif Benedicta. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Harpa Káradóttir, Anna Brauna og Halldóra Sif Guðlaugsdóttir.
Harpa Káradóttir, Anna Brauna og Halldóra Sif Guðlaugsdóttir. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Anna og Eva Ruza.
Anna og Eva Ruza. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Eva Ruza og Halldóra Sif Guðlaugsdóttir.
Eva Ruza og Halldóra Sif Guðlaugsdóttir. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda