Það ríkti mikil gleði á frumsýningu gamanþáttaraðarinnar Draumahallarinnar í Egilshöll í gærdag. Gríðarleg stemning var í salnum og mikið hlegið.
Meðal gesta á frumsýningunni voru þau Reynir Lyngdal, Ásgeir Kolbeins og Ragna Fossberg. Þar var líka Eliza Reid fyrrverandi forsetafrú Íslands ásamt frumburði sínum, Duncan Tindi Guðnasyni.
Draumahöllin er glæný sketsaþáttaröð með þeim Steinþóri Hróari Steinþórssyni, betur þekktum sem Steindi Jr., og Sögu Garðarsdóttur í aðalhlutverki.
Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og fer fyrsti þátturinn í loftið þann 27. desember næstkomandi.