Noémie Merlant í teiti í Reykjavík

Vera Sölvadóttir, Noémie Merlant og Guillaume Bazard.
Vera Sölvadóttir, Noémie Merlant og Guillaume Bazard. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Franska kvikmyndastjarnan Noémie Merlant dvaldi í Reykjavík í tilefni frönsku kvikmyndahátíðarinnar, sem fram fór í Bíó Paradís.

Merlant kom til landsins til að vera viðstödd frumsýningu myndar sinnar The Balconettes (Les femmes au balcon), sem hún bæði leikstýrir og fer með eitt aðalhlutverkanna í. Sýningin var vel sótt og húsfyllir á viðburðinum. 

Eftir sýninguna lá leiðin á Tölt á Reykjavík Edition þar sem skálað var fyrir myndinni. Aðstandendur hátíðarinnar, Bíó Paradís, franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík voru á svæðinu og var gestum boðið upp á ljúffenga gin-kokteila frá íslenska brugghúsinu Og Natura.

Ívar Pétur úr FM Belfast sá um að þeyta skífum.

The Balconettes er önnur kvikmynd Merlant í leikstjórastólnum og fékk hún lofsamlega dóma en gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þó að frönsku kvikmyndahátíðinni sé nú lokið, verður The Balconettes áfram á dagskrá í Bíó Paradís, ásamt frönsku kvikmyndunum A Little Something Extra og Greifinn af Monte Cristo.

Noémie Merlant, þekkt fyrir hlutverk sín í Portrait of a Lady on Fire, Heaven Will Wait, Emmanuelle og TÁR, var heilluð af Íslandi. Hún ferðaðist með unnusta sínum, leikaranum Emanuele Carfora m.a. um Suðurland, þar sem þau skoðuðu Gullfoss og Geysi í tilburðar miklum vetrarham.

Rósa Ásmundsdóttir leikkona, Annalísa Hermannsdóttir, leikstjóri og tónlistarkona, Anna Róshildur …
Rósa Ásmundsdóttir leikkona, Annalísa Hermannsdóttir, leikstjóri og tónlistarkona, Anna Róshildur Benediktsdóttir, leikstjóri og tónlistarkona, og Þorgeir Kristinn Blöndal, grafískur hönnuður. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Kristín Jóhannsdóttir, Vera Sölvadóttir, Noémie Merlant, Guillaume Bazard og Emanuele …
Kristín Jóhannsdóttir, Vera Sölvadóttir, Noémie Merlant, Guillaume Bazard og Emanuele Carfore. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigríður Ásta Eyþórsdóttir, Karl Blöndal, Stefanía Þorgeirsdóttir …
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigríður Ásta Eyþórsdóttir, Karl Blöndal, Stefanía Þorgeirsdóttir og Grace Achieng. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ragnheiður Axel, Noémie Merlant og Liljar Már Þorbjörnsson.
Ragnheiður Axel, Noémie Merlant og Liljar Már Þorbjörnsson. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ívar Pétur spilaði tónlist í teitinu.
Ívar Pétur spilaði tónlist í teitinu. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Kristín Jóhannesdóttir og Vera Sölvadóttir.
Kristín Jóhannesdóttir og Vera Sölvadóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Alexandre Labruffe og Kim Minkyung.
Alexandre Labruffe og Kim Minkyung. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Grace Achieng hönnuður.
Grace Achieng hönnuður. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Lóa Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson.
Lóa Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
FM Belfast í stuði.
FM Belfast í stuði. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Noémie Merlant svaraði spurningum Veru Sölvadóttur eftir sýningu á mynd …
Noémie Merlant svaraði spurningum Veru Sölvadóttur eftir sýningu á mynd hennar Konurnar á svölunum á frönsku kvikmyndahátíðinni. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda