Kvennaathvarfið er á allra vörum

Elísabet Sveinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir, Ásdís Rafnar, Gróa Ásgeirsdóttir …
Elísabet Sveinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir, Ásdís Rafnar, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Upp­hafs­kon­um Kvenna­at­hvarfs­ins var af­hent fyrstu vara­sett­in í átak­inu „Byggj­um nýtt Kvenna­at­hvarf“ sem Á allra vör­um fer yfir. Á allra vör­um er kynn­ing­ar- og fjár­öfl­un­ar­átak þar sem þjóðin sam­ein­ast um ákveðið mál­efni og læt­ur gott af sér leiða.

„Þetta er í 10. sinn sem við velj­um mál­efni og setj­um kast­ljósið á það. Bygg­ing nýs at­hvarfs snerti hjört­un okk­ar, og því ákváðum við að velja þetta mál. Von­andi náum við að fjár­magna loka­hnikk­inn í bygg­ing­unni sem mun hýsa þessa mik­il­vægu starf­semi,“ seg­ir Elísa­bet Sveins­dótt­ir, Á allra vör­um, í frétta­til­kynn­ingu.

Hug­mynd­in að stofn­un Kvenna­at­hvarfs kom fyrst fram í hópi inn­an Kvenna­fram­boðsins í Reykja­vík sem bauð fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um árið 1982. Mark­miðið var að koma á lagg­irn­ar at­hvarfi fyr­ir kon­ur sem ekki gátu dval­ist á eig­in heim­ili vegna of­beld­is. Hóp­ur­inn komst fljótt að þeirri niður­stöðu að það væri ekki æski­legt að tengja stofn­un kvenna­at­hvarfs við kosn­inga­bar­átt­una, þar sem mál­efnið væri raun­veru­lega óháð stjórn­mála­skoðunum. Því var ákveðið að stofn­un Kvenna­at­hvarfs yrði þver­póli­tísk aðgerð. Í upp­hafi var lögð áhersla á að skoða of­beldi gegn kon­um af hálfu maka þeirra í sam­hengi við veika stöðu kvenna og und­irok­un þeirra í sam­fé­lag­inu.

„Þann 6. des­em­ber 1982 var Kvenna­at­hvarfið opnað. Það voru eng­ar venju­leg­ar kon­ur sem stóðu að baki þessu magnaða at­hvarfi, og okk­ur lang­ar að heiðra þær sér­stak­lega í upp­hafi þessa átaks og sýna þeim bæði þakk­læti og heiður, ásamt því að af­henda þeim fyrstu vara­sett­in,“ seg­ir Gróa Ásgeirs­dótt­ir, Á allra vör­um.

Þetta eru þær Hildigunn­ur Ólafs­dótt­ir, Guðrún Krist­ins­dótt­ir, Ásdís Rafn­ar og Álf­heiður Inga­dótt­ir sem fóru fyr­ir stærri hópi kvenna, en marg­ar þeirra eru falln­ar frá.

Líkt og áður vek­ur Á allra vör­um at­hygli á mál­efn­inu með því að selja vara­sett frá danska merk­inu Gosh, þar sem gloss, varalit­ur og vara­blý­ant­ur eru sam­an í pakka.

„Vara­sett­un­um okk­ar hef­ur alltaf verið vel tekið og við finn­um gríðarleg­an meðbyr núna, enda mál­efnið mjög þarft,“ seg­ir Guðný Páls­dótt­ir, Á allra vör­um.

Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda