Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur, eða Ragga Eiríks eins og hún er kölluð, heldur úti vefnum Raggaeiríks.com. Hér er hún spurð að því, af 36 ára gamalli konu, hvernig hún eigi eiginlega að fara að því að fá fullnægingu.
Hæ Ragga
Ég er með „smávægilegt“ vandamál. Ég hef aldrei runkað mér og hef aldrei fengið fullnægingu. Ég hef prófað að leika við sjálfa mig en guggna alltaf, er feimin við það. Finnst ég ekki kunna þetta og veit ekki hvað ég á að gera. Þar af leiðandi er þetta ennþá meiri smán. Hef rætt þetta við vinkonur mínar. s.s um það hvernig maður eigi að runka sér, fæ eiginlega alltaf sömu svörin. „Æi þúveist bara leika við þig…“
En hvernig leik ég við mig? Hvað get ég gert til þess að auka líkurnar á því að ég fái fullnægingu? Jú runka mér, en hvernig geri ég það?
Það að „kunna“ ekki að leika við mig finnst mér mjög skömmustulegt og ég þori lítið að tala um þetta.
Ég er samt ekkert feimin þegar á hólminn er komið með karlmanni, langt því frá. Hef prófað mjög margt hvað kynlíf varðar. S.s reyna að finna út hvað það er sem að getur hjálpað mér. En að rúnka mér hef ég ekki prófað eða klárað réttara sagt. Geturðu gefið mér einhver ráð?
Kæra 36 ára
Plís ekki skammast þín eða vera vond við sjálfa þig út af þessu. Prófaðu að setja einhverja aðra konu sem þér þykir vænt um í þín spor og spáðu í tilfinningar þínar gagnvart henni. Ég þori að veðja að þú mundir alls ekki hafa svona neikvætt viðhorf ef vandinn væri ekki þinn.
Þá er spurningin hvort ég get hjálpað þér áleiðis í átt að fullnægingu…
Hér er og golítill fræðslufyrirlestur frá kynlífsráðgjafanum Tristan Taormino. Byrjaðu á að lesa í gegn um hann - það er alltaf gott að skerpa aðeins á bóklegu þekkingunni þó að verklegi þátturinn sé líklega mikilvægari fyrir þig.
Næsta skref er dásamlegur vefur Betty Dodson og Carlin Ross. Þar eru litlir fyrirlestrar og vídeó og ógrynni af fullnægingarhvatningu fyrir konur.
Svo þarftu að kaupa þér titrara. Titrari er gríðarlegt þarfaþing og getur hjálpað mikið. Hendur eru auðvitað dásamleg nautnatól en stundum þarf bara örlítið meiri kraft og hraða en fingurnir ráða við. Titrari þreytist ekki og hefur ekki húð sem soðnar í píkusafa.
Hér eru svo nokkur Rögguráð sem eru tekin úr væntanlegri bók minni sem ber vinnuheitið Klofvegahandbókin:
Ég vona sannarlega að svarið mitt verði þér til innblásturs og aukinnar hamingju.
Bestu kveðjur,
Ragga