Er eðlilegt að hafa aldrei fengið það með bólfélaga?

Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur.
Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hjúkrunarfræðingurinn Ragga Eiríks svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð út í fullnægingu og hvort hægt sé að fá hana án þess að nota hjálpartæki eða eigin hönd. 

Sæl Ragga 

Ég er kona á fimmtugsaldri og hef aldrei fengið fullnægingu með bólfélaga. Þeir sem ég hef verið í samböndum með gegnum tíðina hafa verið frekar „vanilla“ í rúminu, aldrei til í að prófa eitthvað, og þar til ég var 33 ára gömul hélt ég hreinlega að ég gæti ekki fengið fullnægingu. Eftir að hafa vaknað eina nóttina með púlsandi píku fór ég fyrst að spá í að ég ætti mögulega bara að prófa eitthvað sjálf og síðan þá hef ég stundað reglulega sjálfsfróun í sturtunni, með titrara (sem ég hélt leyndum því ég vildi ekki vera „dæmd“) og höndinni sem er svo holl. Nú eru nokkur ár síðan ég skildi og hef ekki farið í fast samband aftur, en hef átt örfáa bólfélaga sem engum hefur tekist að koma mér til fullnægingar. Er einhver möguleiki að þetta breytist? Mun ég geta fengið fullnægingu án hjálpartækja eða eigin handar? Ég þrái það svo heitt að fá fullnægingu þegar bólfélagi er inni í mér, því það er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað. Eru þetta óraunhæfar langanir hjá mér, fyrst staðan er svona eins og hún er?

Það er alltaf gaman að pistlunum þínum, gott og hollt að lesa þá. Meiri umræða og meiri upplýsingar eru bara góðar!

Bestu kveðjur, 

Ég 

Kæra þú

Takk fyrir þessa góðu spurningu sem snertir örugglega strengi hjá fleiri kvenkyns lesendum. Til að byrja með verð ég að óska þér til hamingju með að fá fullnægingar - fullnæging er alltaf fullnæging og það gildir nánast einu hvernig hún er framkölluð. Það er hins vegar verra að sjálfsfróun og titrarinn framkalli hjá þér skömm og slæmar tilfinningar. Það er OFUReðlilegt að konur noti titrara, og MJÖG algengt að fleira en samfarir þurfi að koma til þess að kona fái fullnægingu. Reyndar kemur fram ítrekað í rannsóknum að þrír fjórðu kvenna (75%) þurfa meira en hjakk og samfarir til að fá fullnægingu í kynlífi með öðrum. Þetta fjallar líka um ábyrgðina sem þú þarft að taka á eigin fullnægingu - eða ættir að velja að taka ábyrgð á, svo við notum nú jákvætt og hvetjandi orðalag. Fullnægingin þín er þitt mál, mig langar að segja einkamál, þó svo að þú veljir af og til að veita elskhugum þínum hlutdeild í henni. Þörfin fyrir kynnautnir og fullnægingu á ekki að takmarkast af elskhugum heldur er kynlífssamband þitt við sjálfa þig eiginlega miklu mikilvægara. Elskhugarnir eru stundum til staðar og stundum ekki, en þú situr alltaf uppi með sjálfa þig og þess vegna er eins gott að hlúa að og rækta það kynlífssamband. 

Þá er það titrarinn góði, loverinn óþreytandi með batteríin í maganum (nema þú sért búin að fá þér svona snilldargræju sem hægt er að hlaða gegnum rafmagnsinnstungu eða usb tengi). Sumar konur þurfa/vilja einfaldlega mikla og öfluga örvun á sníp til að fá fullnægingu - þær vilja meiri örvun en mannshöndin er megnug að veita, meiri kraft eða meiri hraða eða meira úthald. Ekki dissa titrarann þinn - fáðu þér frekar fleiri tegundir til að auka enn á fjölbreytni og möguleika. Svo hvet ég þig eindregið til að prófa að kynna elskhugana fyrir titrarasafninu, vittu til, þeim á eftir að finnast það sjóðheitt og spennandi. Ef þeir fá minnimáttarkennd þarftu hvort sem er að skipta um elskhuga, og þá er bara fínt að komast að því. Fáðu líka elskhugana til að vera duglegir að örva þig með fingrum og tungu, taktu góðan tíma í örvun og ekki æða í samfarirnar. Fullnægingu í samförum gætir þú svo prófað að framkalla með hjálp titrarans. Þú gætir líka leyft elskhuganum að fylgjast með þér nota titrarann (sjóðheitt) og leyft honum svo að renna limnum inn í þig þegar fullnægingin er aaaaalveg að koma. 

Góða skemmtun, 

Ragga

Liggur þér eitthvað á hjarta? Sendu Röggu spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda