Gæti sprækur elskhugi verið málið?

Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur.
Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ragga Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér fær hún spurningu frá konu sem er orðin afhuga manninum sínum.

Hæ Ragga

Hér er vandamálið. Ég hef eiginlega misst alla löngun í manninn minn. Mér finnst hann ekki baða sig nógu oft, búinn að fitna helling og alls ekki nenna að halda sér við. Þetta á líka við um tannlæknaheimsóknir og slíkt. Ég er hreinlega að gefast upp á þessu þar sem ég hef alveg minnst á þetta áður við hann en það virðist engin breyting ætla að verða. Er þetta næg ástæða að splundra upp fjölskyldu?

Kveðja,

Konan

Hæ kona

Þú segir ekki mikið um sambandið að öðru leyti – hvað annað er í gangi hjá ykkur, hvort þið eigið börn og eignir og skuldir og allt það. Það er svo margt sem getur flækt málin og ólíkir hlutir hafa vægi í samböndum. Ég á til dæmis vinkonu sem er gift manni sem hún hefur ekki sofið hjá óralengi. Þau eiga saman gott líf að öðru leyti, fallegt hús, falleg börn og spila saman golf um helgar. Þau eru perluvinir og sambandið þeirra er gullfallegt. Það inniheldur samt ekkert kynlíf. Þau stunduðu prýðilegt kynlíf fyrstu fimm ár sambandsins, svo minnkaði það smám saman næstu fimm árin og síðustu fjögur árin hafa þau ekki riðið nema tvisvar og heldur ekki stundað kynlíf með öðru fólki. Vinkona mín stundar sjálfsfróun af kappi en hefur hingað til ekki haft áhuga á öðrum mönnum af holdi og blóði – hún segist ekki vita hvort karlinn hennar eigi aðra ástkonu, finnst það alveg eins líklegt, en er nokk sama. Núna er greddan eitthvað að vaxa hjá henni svo hún er að spá í að fá sér sprækan elskhuga til að hitta við og við. Þau hafa gefið hvort öðru leyfi en hafa enga sérstaka þörf fyrir nákvæmar upplýsingar um athafnir með einstaklingum utan hjónabandsins. Þetta er bara eitt dæmi um samband sem er ekki algjörlega hefðbundið – það er nefnilega ýmislegt á seyði undir yfirborðinu sem fólk er ekki að flagga í daglegum samskiptum. Þú veist til dæmis ekki hvort forsætisráðherrann stundar tryllt BDSM-kynlíf bak við luktar dyr eða hvort afgreiðsludrengurinn þinn í kjörbúðinni er í ferhyrndu fjölástarsambandi með þremur vinkonum mömmu sinnar. En nú er ég komin óralangt út fyrir efnið… meira hvað ég er skotin í þessum óhefðbundnu samböndum þessa dagana. Fólk er allskonar og það gerir allskonar og það er frábært. Anyway… mér dettur í hug að maðurinn þinn gæti verið eitthvað þunglyndur eða áhyggjufullur. Getur það verið? Ef ekki, ef hann er að öllu leyti eðlilegur og hress, getur líka verið að hann hafi bara ekki áhuga á að þóknast þér lengur – að hann sé kannski ekkert skotinn í þér lengur en komi ekki að því orðum. Sumir halda framhjá til að komast út úr samböndum því þeir upplifa að það sé eina leiðin, það eina sem makinn mun ekki fyrirgefa. Hann veit að sinnuleysið hefur neikvæð áhrif á þig en það virðist ekki hvetja hann til að gera eitthvað í málinu. Prófaðu að ræða þetta við hann út frá sambandinu ykkar – láttu hann vita hvernig þér líður og að þetta sé að hafa mikil áhrif á þig. Ekki gera það í pirringskasti þegar svitalyktin er búin að skrúfa pirringinn þinn í botn, heldur þegar þið eruð í góðu jafnvægi og blíðu skapi.

Að lokum vil ég segja að það að langa til að hætta í sambandi er nægileg ástæða til að hætta í sambandi. Það er svo þitt að meta fórnarkostnaðinn.

Gangi þér sjúklega vel,

Ragga

Ragnheiður Eiríksdóttir

 

www.raggaeiriks.com

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Röggu spurningu HÉR.

Ragnheiður Eiríksdóttir.
Ragnheiður Eiríksdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda