Ég finn ekki fyrir neinni kynlífslöngun

Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur.
Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ragga Eiríks hjúkrunarfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér spyr sextug kona hana um áhugaleysi sitt á kynlífi. 

Sæl Ragga

Ég er ekkja. Ég missti manninn fyrir 5 árum og hef komist sæmilega yfir sorgina. Í dag er ég sextug og er í ofþyngd. Vegna aldurs og ofþyngdar finnst mér ég ekki lengur sexí og heldur ekki gamlir sextugir kallar. Ég finn ekki fyrir neinni kynlífslöngun lengur. Hún er gjörsamlega horfin. Ég er ekki þessi „káta ekkja!“ Hvað finnst þér um þetta?  Kannski er þetta bara OK. 

Takk fyrirfram fyrir svarið.  

Ekkjan ókáta

Hæ ókáta ekkja.

Ef þú ert ekki sátt er full ástæða til að gera eitthvað í málinu. Fimm ár frá miklum missi er ekki langur tími og þó að allar ekkjur þurfi nú ekki endilega að vera brjálæðislega kátar þá er ljóst að þú vilt vera aðeins kátari. Í stað þess að leita að manni sem er ekki gamall og sextugur, eða sextugur og ungur í anda og sérstaklega gefinn fyrir ókátar ekkjur í yfirþyngd, vil ég ráðleggja þér að finna út hvað þú þarft að gera til að verða sáttari við sjálfa þig. Lykillinn að því að líða sexí og vera sjarmerandi er nefnilega sjáfssátt og sjálfsást. Það er eflaust ýmislegt sem þú getur gert. Hreyfing er eitt og hollur matur annað … en þetta veistu allt sjálf. Það sem mig grunar að þú þurfir er einhvers konar stuðningur til að beita allri þeirri sjálfsást sem þú mögulega getur. Ég hef tröllatrú á sálfræðingum og ráðlegg öllum vinum mínum í vanda að finna sér bandamann af því taginu. Mundu svo eftir kynlífinu með sjálfri þér - það er sjúklega mikilvægt að stunda sjálfsfróun og getur haft heilmikil áhrif hvað varðar áhuga á kynlífi með öðrum og það hversu sexí þú upplifir þig og hversu mikla kynorku þú finnur ólgandi innan í þér. Sjálfsfróun eykur líka blóðflæði til kynfæranna og það er sérlega mikilvægt akkúrat á þínum aldri því það vinnur gegn rýrandi áhrifum tíðahvarfa á slímhúð og vefi þeirra. Konur fá standpínu inn á við og því oftar sem þú leyfir þér að fá standpínu … því meiri líkur eru á að þér líði eins og kynlífsgyðjunni sem þú ert líklega inn við beinið. 

Góðar kveðjur,

Ragga.

Ragnheiður Eiríksdóttir

www.raggaeiriks.com

www.raggaknits.com

Liggur þér eitthvað á hjarta? HÉR getur þú sent Röggu spurningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda