Hörðustu aðdáendur Christian Grey og Anastasia Steele, aðalpersóna Fifty Shades of Grey, geta nú pantað sannkallaða Fifty Shades of Grey-upplifun á nokkrum hótel víða um heiminn.
Kvikmyndin um hjartaknúsarann Christian Grey kemur verður frumsýnd hérlendis föstudaginn 13. febrúar en bækurnar um hann og Anastasia Steele hafa selst í milljónum eintaka um allan heim. Aðdáendur Fifty Shades of Grey eru því margir og hóteleigendur hugsa sér gott til glóðarinnar og eru sumir farnir að selja Fifty Shades of Grey-upplifun, en í hverju felst sú upplifun?
Á Edgewater-hótelinu í Seattle, Washington er hægt að kaupa pakka sem kallast No Grey Area. Þeir sem kaupa þann pakka fá afnot af Audi R8 Spyder-bíl, þyrluferð um Seattle, Kama Sutra bók, flösku af uppáhalds kampavíni Steele og kynorkuaukandi smárétti svo eitthvað sé nefnt. Verðið er 1,9 milljónir, hvorki meira né minna.
Kampavín, nærföt og kynlífsleikföng
Þeir sem bóka svo nótt á Eventi, Ink48 og Hell's Kitchen Kimpton-hótelunum í New York geta greitt 88.000 króna aukagjald og fengið Fifty Shades of Grey-pakka. Sá pakki inniheldur kampavínsflösku og inneignarnótu í nærfatabúðinni Agent Provocateur upp á 26.000 krónur. Gestir fá svo miða á Museum of Sex-safnið og áhugaverðan dótakassa með ýmsum tækjum og tólum sem nota má í rúminu. Þá er einnig 50 mínútna paranudd og gómsætar veitingar innifaldar í pakkanum.
Önnur hótel sem bjóða upp á samskonar pakka eru Nira Caledonia-hótelið í Edinborg, Skotlandi, og Heathman-hótelið í Portland, Oregon.