Búktalarinn April Brucker hreinlega lifir fyrir brúðurnar sínar. Hún eyðir allt þrem milljónum á ári í brúðurnar og gerir hvað sem er fyrir þær, hún hætti meira að segja með unnusta sínum til að geta varið meiri tíma með dúkkunum sem hún kveðst elska líkt að þær væru börnin hennar.
Brucker býr í New York með 16 brúðum. Brucker tekur að sér fjölbreytt verkefni sem skemmtikraftur, söngkona og leikkona og reynir að þéna sem mest svo hún geti dekrað við dúkkurnar. Brucker kaupir föt, aukahluti og jafnvel flugfar fyrir brúðurnar en útgjöldin nema allt að þrem milljónum króna á ári. Brucker dreymir svo um að fara í heimsreisu með dúkkurnar sínar einn daginn.
„Þær eru eins og börnin mín. Já, þær eru dýrar í rekstri en ef þær þurfa eitthvað þá þurfa þær það bara,“ úrskýrði Brucker í viðtali við Mail Online. „Ég er foreldri, þetta er það sem maður gerir,“ sagði Brucker sem færir reglulega fórnir fyrir brúðurnar að eigin sögn.
Valdi brúðurnar framyfir unnustann
Brucker var trúlofuð en sleit trúlofuninni þegar unnusti hennar sagði brúðurnar vera „skrýtnar“. Hann gaf Brucker kost á að velja á milli sín eða „barnanna“ hennar og Brucker var fljót að gefa honum svar.
„Hann varð öfundsjúkur út í dúkkurnar eftir fjóra mánuði. Hann fór að segja að dúkkurnar væri skrýtnar. Svo sagði hann: „Það er ég eða brúðurnar“. Ég vildi vera með honum en eftir átta mánuði áttaði ég mig á að ég þurfti að vera með brúðunum mínum.“
„Þegar upp er staðið eru dúkku-börnin mín allt sem ég á. Þau hafa aldrei valdið mér vonbrigðum, líkt og menn. Draumurinn minn er svo að ferðast um heiminn með börnunum mínum. Ég er kannski ekki ástfangin af karlmanni en ég á 16 börn og þau þurfa á mér að halda.“