Júní verður viðburðaríkur hjá Voginni

Susan Miller segir Vogina eiga fjörugan mánuð framundan.
Susan Miller segir Vogina eiga fjörugan mánuð framundan.

Kæra Vog, þú gætir átt í einhverjum samningaviðræðum í upphafi mánaðar, hafðu allar staðreyndir á hreinu áður en þú tekur tilboði. Ekki taka fljótfærnisákvarðanir, í guðanna bænum.

Eftir 11. júní munt þú finna fyrir auknu álagi, það verður meira að gera hjá þér. Íhugaðu hlutina vel og vandlega fyrir þann tíma og ekki taka neinar stórar ákvarðanir fyrr en eftir þann dag. Þú vinnur ágætlega undir álagi.

Frá 5. júní til 18. júlí verður plánetan þín Venus þannig staðsett að þú ættir endilega að gera breytingar á útliti þínu ef það er eitthvað sem þú hefur íhugað að gera undanfarið. Þú munt fá mörg hrós. En eftir þann tíma og alveg til 6. september ættir þú að fara varlega í að fjárfesta í útlitinu og nýjum fötum.

Það verður brjálað að gera í félagslífinu eftir 5. júní. Þér verður boðið í veislur, partý og aðrar samkomur. Þú munt skína skært, sérstaklega næstu helgi.

Ferðalög eru á næsta leiti hjá þér, þú þráir frí. Staðsetning Úranusar verður svo til þess að vinur þinn eða maki mun að öllum líkindum koma þér á óvart og bjóða þér út. Vertu við öllu viðbúin.

Pláneturnar verða svo með þér í liði í næsta mánuði hvað varðar starfsframann, það er ágætt að hafa það í huga. Þú þarft svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum ef þú villt fá þá en þú getur þetta, farðu að undirbúa þig.

Helgin 27-28. júní gæti orðið uppáhaldstími mánaðarins hjá þér. Venus mun eiga í því samtali við Úranus að óvæntur glaðningur mun verða á vegi þínum. Það lítur allt út fyrir að maki þinn elski þig ef þú ert í sambandi, þessa helgi munt þú sjá það glögglega. Ef þú ert einhleyp þá átt þú von á að hitta einhvern nýjan á næstu misserum.

Spá Susan Miller má finna í heild sinni inni á AstrologyZone.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda