Sjálfsmyndir eru afar vinsælar um þessa mundir og fólk úr öllum stéttum og á öllum aldri virðist stunda það að taka sjálfsmyndir. En nýjasta nýtt er kynlífssjálfsmyndir. Já, þú last rétt. Fólk er víst farið að taka myndir og myndbönd af sér í miðjum klíðum.
Kynlífssjálfsmyndir virðast vera að ná miklum vinsældum í Bretlandi en samkvæmt nýrri könnun sem gerð var á vef AshleyMadison.com hafa um 71% breskra manna og 69% breskra kvenna tekið „selfie“ meðan þau eru að stunda kynlíf.
Kynlífssjálfsmyndir hafa þá líka náð ákveðnum vinsældum í Frakklandi en samkvæmt grein Glamour hafa 38% franskra karlmanna og 34% franskra kvenna smellt einni mynd af sér á „ögurstundu“.
Christoph Kraemer, talsmaður AshleyMadison.com, telur þó ólíklegt að kynlífs-„selfies“ muni taka yfir samfélagsmiðlana í bráð. „Ég held að flestar kynlífs-„selfies“ séu ætlaðar til einkanota.“