Hvernig lítur hið fullkomna typpi út?

Konurnar virtust ekki hafa miklar áhyggjur af lengd typpisins þar …
Konurnar virtust ekki hafa miklar áhyggjur af lengd typpisins þar sem að sá eiginleiki hafnaði í sjötta sæti listans. Ljósmynd/AFP

„Stærðin skiptir ekki máli,“ er setning sem er mörgum kunnug í umræðunni um typpastærðir. Sumir segja það eina sem skipti máli sé hvað einstaklingurinn geti gert með typpinu á meðan að aðrir hafa ákveðna staðla.

Nýlega var gerð rannsókn í háskólanum í Zurich á því hvernig konur sjá fyrir sér hið fullkomna typpi. Rannsóknin var svo birt í „The Journal of Sexual Medicine.“ 105 konur tóku þátt og voru beðnar um að raða átta eiginleikum typpis í þá röð sem þeim þætti mikilvægust. 

Samkvæmt vefsíðunni Glamour komu niðurstöðurnar rannsakendum heldur á óvart en samkvæmt þeim þótti flestum konum mikilvægast að typpið liti almennt vel út. Í því felst að konurnar vildu ekki hafa neitt óvænt á því eins og ör eða fæðingarbletti. Venjulegt, fallegt typpi var það sem flestum þótti mikilvægast. 

Hér að neðan má sjá listann.

  1. Að typpið líti almennt vel út, án allra lýta.
  2. Að skaphár séu sýnileg.
  3. Typpi með forhúð.
  4. Ummál typpisins.
  5. Lag kóngsins.
  6. Lengd typpisins.
  7. Útlit pungsins.
  8. Staða og lag þvagrásarinnar.
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda