Þolendur kynferðisofbeldis geta átt erfitt í samböndum

Helga Lind Páls­dótt­ir og Theo­dór Franc­is Birg­is­son eru að fara af stað með nám­skeið í Lausn­inni sem ber nafnið „Frá kyn­ferðisof­beldi í heil­brigt sam­band“. Mark­mið nám­skeiðis­ins er að opna umræðuna um hvaða af­leiðing­ar kyn­ferðisof­beldi get­ur haft og hef­ur á kyn­líf í nán­um sam­bönd­um og hvernig er hægt að byrja að vinna að bætt­um stund­um inn­an sam­bands­ins.

„Lík­leg­ast geta flest­ir verið sam­mála um að kyn­líf get­ur verið dá­sam­leg at­höfn sem eyk­ur nánd og ánægju í par­sam­bandi.

Ein­stak­ling­ur sem hef­ur orðið fyr­ir kyn­ferðisof­beldi, sama í hvaða mynd, hef­ur upp­lifað aðra hlið á kyn­lífi og kyn­ferðis­leg­um at­höfn­um, þ.e.a.s. reynslu sem lituð er af þving­un­um, van­mætti og sorg. Því get­ur það reynst þolend­um kyn­ferðisof­beld­is erfitt að sjá kyn­líf sem skemmti­leg­an, góðan, eðli­leg­an og gef­andi part af par­sam­band­inu,“ segja þau Helga Lind og Theo­dór Franc­is.

Þau segja að kyn­ferðisof­beldi, sama í hvaða mynd það er, þá geti það haft langvar­andi áhrif á þann sem fyr­ir því verður.

„Af­leiðinga of­beld­is­ins gæt­ir víða í líf­inu og hef­ur verið sýnt fram á að þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is eiga oft erfitt með að mynda til­finn­inga­lega nánd í vin­ar/​ástar­sam­bandi og ekki síst þegar kem­ur að kyn­lífi eft­ir of­beldið (McEvoy og Dani­luk, 1995).

Af­leiðing­ar kyn­ferðisof­beld­is geta komið fram strax eft­ir of­beldið en þær geta einnig komið fram löngu eft­ir of­beldið, jafn­vel mörg­um árum seinna. Oft koma af­leiðing­arn­ar fram tengt ákveðnum lífsat­b­urðum svo sem nýj­um sam­bönd­um, meðgöngu og fæðingu barns og aðstæðum sem krefjast auk­inn­ar nánd­ar við aðra mann­eskju (Bass og Dav­ids, 1994 og McEvoy og Dani­luk, 1995).

Af­leiðing­ar kyn­ferðisof­beld­is geta átt sér margskon­ar birt­inga­mynd­ir, rann­sókn­ir hafa þó sýnt fram á að al­gengt er að bæði kon­ur og karl­ar upp­lifa trufl­un í kyn­lífi eft­ir að hafa orðið fyr­ir kyn­ferðisof­beldi, trufl­un sem get­ur varað til margra ára sé ekki unnið úr of­beld­inu (Wal­ker o.fl., 2005). Sem dæmi virðist nokkuð al­gengt að kon­ur sem eru þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is eigi erfitt með lík­am­lega snert­ingu og geta jafn­vel upp­lifað snert­ingu maka óþægi­lega. Kven­kyns þolend­ur geta átt erfitt með að njóta kyn­lífs með maka sín­um og upp­lifa kyn­líf jafn­vel frek­ar sem skyldu en til gagn­kvæm­ar­ar ánægju (Sigrún Sig­urðardótt­ir, Sig­ríður Hall­dórs­dótt­ir og Sól­ey S. Bend­er, 2013). Það að geta sett orð á, skil­greint og rætt þenn­an vanda inn­an para­sam­bands­ins er upp­haf að betri sam­skipt­um, meiri nánd og vellíðan para og hjóna,“ segja þau.

Heim­ild­ir:

Bass, E. og Dav­is, L. (3. útg.) (1994). The coura­ge to heal: A gui­de for women survi­vors of child sex­ual abuse. New York: Harper Perennial.

McEvoy, M., & Dani­luk, J. (1995). Wounds to the soul: The experiences of aborig­inal women survi­vors of sex­ual abuse. Cana­di­an Psychology, 36(3), 221-235. Sótt af: http://​se­arch.proqu­est.com/​docview/​220785010?accountid=135943

Sigrún Sig­urðardótt­ir, Sig­ríður Hall­dórs­dótt­ir og Sól­ey S. Bend­er. (2013). Con­sequ­ences of child­hood sex­ual abuse for health and well-being: Gend­er sim­ila­rities and dif­f­erences. Scandi­navi­an Journal of Pu­blic Health, 1-9.

Wal­ker, J. Archer, J. og Davies, M. (2005). Ef­fects of rape on men: A descripti­ve ana­lys­is. Archi­ves of Sex­ual Behavi­our, 34(1), 69-80.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda