Að elska er ákvörðun!

Theodór Francis Birgisson.
Theodór Francis Birgisson.

Besta til­finn­ing í heimi er að elska og vera elskaður. Það er alla vega mín upp­lif­un og á þeirri upp­lif­un byggi ég skoðun mína. Samt er það vet­vang­ur ástar­inn­ar sem veld­ur svo mikl­um sárs­auka í lífi fjölda fólks. Hvernig stend­ur á því að þessi ynd­is­lega til­finn­ing get­ur leikið ein­hvern svona grátt. Með sama hætti má spyrja hvernig á því stend­ur að kyn­líf, sem er ein­hver fal­leg­asti máti til að tjá raun­ver­a­lega og gagn­kvæma ást á milli tveggja ein­stak­linga, get­ur orðið jafn hræðilegt verk­færi og böl­vald­ur eins og reynsl­an seg­ir okk­ur. Þess­um spur­ing­um verður gerð lít­ils­hátt­ar skil í þess­ari grein,“ seg­ir Theo­dór Franc­is Birg­is­son ráðgjafi hjá Lausn­inni í sín­um nýj­asta pistli:

Róm­an­tísk ást birt­ist ekki eins í öll­um menn­ing­ar­sam­fé­lög­um og stór hluti para­sam­banda í heim­in­um eru fyr­ir­fram ákveðin (e. arranged marria­ge). Í mörg­um slík­um sam­bönd­um tekst pör­um að njóta um­tals­verðar ánægju þar sem þau læra að elska og virða hvort annað (Lee, 2001). Ég tel þessa aðferð alls ekki heppi­lega en ég tel jafn óheppi­legt að fólk skuli bind­ast eft­ir mjög skamm­an tíma og enn óheppi­legra að fólk skuli deila lík­ama sín­um og þar með lífi sínu með ein­hverj­um sem það þekk­ir lítið sem ekki neitt. Það er að mínu mati nán­ast ávís­un á brot­lend­ingu, en þessa skoðun byggi ég ekki á aka­demískri rann­sókn held­ur ein­göngu ára­langri reynslu minni af því að vinna með pör­um.

Þegar tveir ein­stak­ling­ar „verða ást­fangn­ir“ fer af stað flókið ferli á fram­leiðslu boðefna í heila. Gerðar hafa verið fjöldi rann­sókna á heil­a­starf­semi einst­kalinga í ást­ar­ferli (Bar­rels, 2000; Hoesni og fleiri 2012) sem leiðir í ljós að á ákveðnum stig­um fer­ils­ins minnk­ar geta ein­stak­lings­ins til að hugsa skýrt. Eft­ir að hafa unnið með pör­um í ár­araðir hef ég oft séð í mínu starfi að þegar ein­stak­ling­ar fara í ástar­vímu horfa þeir ekki bara fram­hjá eig­in­leik­um nýja mak­ans sem í raun fer mjög fyr­ir brjótsið á viðkom­andi held­ur eiga þeir líka til að hampa þeim eig­in­leik­um. Án þess að taka raun­veru­legt dæmi má skýra þetta svona:

Gunna fell­ur fyr­ir Jóni sem ekki stund­ar neina at­vinnu þar sem hann upp­lif­ir sig sem eina heild með al­heim­in­um og al­heim­ur­inn muni ör­ugg­lega sjá hon­um fyr­ir næstu máltíð. Vin­ir Gunnu segja þetta al­veg frá­leitt og að maður­inn verði að sýna ábrygð. Gunna í ástar­vímu er hins veg­ar stór­hrif­in af því hvað Jón er af­slappaður með lífið og til­ver­una og finnst þetta ein­mitt einn af bestu eig­in­leik­um Jóns. Síðan renn­ur vím­ann af Gunnu og hún verður þreytt á því að Jón á aldrei pen­ing (senni­lega vegna þess að al­heim­ur­inn hef­ur ein­hvern­veg­inn týnt heim­il­is­fangi Jóns) og tek­ur ekki neinn þátt í dag­leg­um rekstr­ar­kostnaði. Þannig verður besti kost­ur Jóns í ástar­vímu þeirra orðin mesti ókost­ur hans.

Það er því hægt að segja að einst­kaling­ur sem er yf­ir­sig ást­fang­inn af öðrum ein­stak­lingi sé ekki að öllu lagi í jafn­vægi. Í mínu starfi legg ég áherslu á að ekki séu tekn­ar ör­laga­rík­ar ákv­arðanir í ójafn­vægi. Betra sé að gefa sér tíma til að ná átt­um áður en tek­in er stefna í líf­inu. Marg­ir hefja hins veg­ar til­finn­inga­leg­an og lík­am­leg­an samruna sem bygg­ir ekki á nokk­urri skyn­samri ákvörðun. Fólk sem þekk­ir í raun ekki hvort annað gef­ur fög­ur lof­orð um ást og tryggð og í upp­hafi geng­ur allt vel en það fjar­ar í mörg­um til­fell­um hratt und­an. Þá sit­ur eft­ir mik­ill sárs­auki og í ein­hverj­um til­fell­um mik­il sál­ar­krísa.

Fáir vís­inda­menn sam­tím­ans hafa rann­sakað ástar­sam­bönd meira en dr. John Gottman sem ásamt eig­in­konu sinni dr. Ju­lia Gottman stofnuðu og reka The Gottman Institu­te í Seatle (BNA). Stofn­un­in hef­ur í rúm­lega 40 ár stundað rann­sókn­ir á líðan og hegðan ein­stak­linga í ástar­sam­bönd­um og hafa sett fram áhuga­verðar kenn­ing­ar um hvað ástar­sam­band þarf að búa yfir til að lifa af storma lífs­ins. Gottman (1999) tel­ur að grund­völl­ur­inn sem allt annað í par­sam­band­inu bygg­ir á sé vinátta. Án henn­ar sé í raun ekki hægt að láta par­sam­band ganga upp. Að byggja upp og viðhalda vináttu­sam­bandi er í öll­um til­fell­um lang­tíma­verk­efni. Það er hægt að skrifa lang­ar og áhuga­verðar grein­ar um vináttu og eðli henn­ar en það bíður betri tíma. Það er hins veg­ar hægt að segja á ein­fald­an hátt að eina leiðin til að byggja vináttu er að ein­stak­ling­ar eigi í sam­skipt­um þar sem hjarta snert­ir hjarta. Án sam­skipta verður aldrei til vinátta.

Ein ástæða þess að mörg ástar­sam­bönd brotna er að fólk byrj­ar að tengj­ast lík­am­lega löngu áður en það teng­ist til­finn­inga­lega, sem sagt löngu áður en ein­stak­ling­arn­ir eru orðnir vin­ir. Það tek­ur lang­an tíma að byggja upp vin­ar­sam­band og slíkt sam­band bygg­ist aldrei á einni nóttu. Ástæða þess að fólk ætti aldrei að deila lík­ama sín­um með nein­um nema þeim sem það þekk­ir og treyst­ir er að ann­ars er mik­il hætta á að sá hinn sami dragi ekki mörk fyr­ir sjálf­an sig og ”samþykki” eitt­hvað í kyn­lífi sem viðkom­andi er í raun alls ekki sátt­ur við. Kyn­líf er ynd­is­legt, en það er líka brott­hætt og því meira sem par ræðir um vænt­ing­ar sýn­ar, þarf­ir og lang­an­ir varðandi kyn­líf sitt því betra verður það og ör­yggið á þess­um brot­hætta vet­vangi eykst. Dr. Sue John­son er af­kasta­mik­ill fræðimaður og klín­ísk­ur þerap­isti sem hef­ur sett fram mjög áhuga­verða kenn­ingu um mik­il­vægi til­finn­inga­tengsla í par­sam­bönd­um. John­son (2011) bend­ir á að í kyn­lífi sé það í raun ekki lík­am­legu viðbrögð full­næg­ing­ar sem ein­stak­ling­ar sæk­ist eft­ir í kyn­lífi held­ur til­finn­inga­tengsl­in sem mynd­ast. Slík tengsl mynd­ast ekki án þess að fyr­ir liggi vinátta (Gottman og Sil­ver, 2012). Án þess­ar­ar til­finn­ing­ar­legu teng­inga gæti fólk allt eins stundað sitt kyn­líf í sjálfsaf­greiðslu með sjálfu sér.

Ein­stak­ling­ar í ástar­sam­bandi ”lenda” ekki í því að vaxa frá hvor öðrum, þeir taka meðvitaða ákvörðun um að færa traust sitt og trúnað á ann­an aðila en maka sinn. Gottman (2012) tel­ur þenn­an þátt vera ör­sök flestra skilnaða, og að ”svik­in” eigi sér stað löngu áður en ein­stak­ling­ar hefja kyn­ferðils­legt sam­band við ann­an en maka sinn. Það að elska ein­hvern fel­ur í sér að viðkom­andi aðili gef­ur hjarta sitt og vináttu til ann­ars aðila. Til þess þarf að taka meðvitaða ákvörðun og af því má leiða að það að elska ein­hvern er ekki byggt á til­finn­ingu líðandi stund­ar held­ur er um hreina ákvörðun að ræða.

Heim­ild­ir:

Bar­rels, A., & Zeki, S. (2000). The neural basis of rom­antic love. Neur­oR­eport, 11, 1-6.

Gottman, J. (1999) The Seven Princip­les for Mak­ing Marria­ge Work. New York: Three Ri­vers Press

Gottman, J., Sil­ver, N. (2012). What makes love last? New York: Simon & Schuster.

Hoesni, S.M., Hashim, I.H.M., Rahm­an, Z.A. (2012). A Prelimin­ary Stu­dy: What Is Love in a Marria­ge? Asi­an Social Science, suppl. Speical Issue8.9 (Jul 2012): 57-65.

John­son, S. (2011). Hold my tig­ht. London: Hachette Digital

Lee, J. (2001). Grow­ing your­self back up. New York: Three Ri­vers Press

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda