10 vinsælustu kynlífstækin 2015

Gerður Arinbjarnardóttir eigandi Blush.is.
Gerður Arinbjarnardóttir eigandi Blush.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gerður Arinbjarnardóttir, sem rekur hjálpartækjaverslunin Blush.is, veit hvað fólkið í landinu vill þegar kemur að kynlífstækjum. Hún hefur rekið verslunina frá árinu 2011 og síðan þá hefur salan ekki gert neitt annað en að aukast. Gerður tók saman lista yfir vinsælustu kynlífstækin 2015 og er ýmislegt á listanum sem kemur á óvart. 

10 - Labocca er margnota Silicon múffa fyrir herra

„Labocca er herra vara sem við fengum í lok árs og sló svo rækilega í gegn að hún seldist upp á aðeins 4 klukkustundum eftir að við kynntum hana á snappinu okkar. Við höfum í nokkur ár verið að selja einstakar herra vörur en ekkert í líkingu við þessa. Varan er hönnuð og framleidd í Japan sem mætti kalla Mekka þessa markaðs. Smáatriðin eru gríðarleg sem veitir tilfinningu sem nærst raunveruleikanum,“ segir Gerður. 

9 - Under the bed sett

„Það ætlaði allt um koll að verpa þegar kvikmyndir Fifty Shades of Grey kom út í febrúar. Að sjálfsögðu voru kynlífstækja framleiðendur ekki lengi að nýta sér það að framleiða heilu línurnar í anda kvikmyndarinnar. Sumt var drasl, en það voru þó nokkrar vörur sem sköruðu fram úr og hafa verið vinsælar á árinu. Þar á meðal Under the bed settið. Settið passar undir öll rúm og er hugsað sem léttar bindi ólar fyrir hendur og fætur. Tilvalið fyrir þá sem vilja taka kynlífið sitt á næsta level,“ segir Gerður. 

8 - GI2 Frá LeloGI

G12 frá LeloGI.
G12 frá LeloGI.

„GI2 Frá LeloGI var mest seldi titrarinn í heimi árið 2014 og hann virðist ennþá halda sér í topp baráttunni, enda hágæða titrari frá LELO. Hann er 100% vatnsheldur og með mjúkri silicon húð. Titrarinn er endurhlaðanlegur og hugsaður til að örva G-blettinn, en hann hentar einnig frábærlega til að örva snípinn þar sem hann er með flötum enda. Tilvalinn fyrir þær sem vilja leita af hinum falda G-blett,“ segir hún.  

7 - Emma - Svakom

Emma - Svakom.
Emma - Svakom.

„Í lok árs tókum við inn nýjan framleiðanda sem er heldur betur að slá í gegn. Svakom eru vandaðar endurhlaðanlegar vörur og eru þær hljóðlátustu vörurnar á markaðnum í dag. Emma er nuddvöndur sem hefur þann einstaka eiginleika að hita sig upp í 38 gráður og gefur það aukna næmni og tilfinningu. Tækið er einnig kraftmikið. Emma er hugsuð til að örva snípinn en kemur með aukahlut sem gerir þér kleift að örva einnig leggöngin,“ segir Gerður. 

6 - We Vibe 4Plús

We Vibe 4Plús.
We Vibe 4Plús.

„We vibe er vinsælasta paratækið okkar og myndi ég segja það lang besta. Það er aðeins kraftmeira og þægilegra í notkun en sambærileg tæki t.d frá LELO. We vibe kemur með fjarstýringu sem hægt er að nota til að skipta um stillingar en einnig er hægt að tengja tækið við símann (app). Paratæki eru notuð í kynlífinu sjálfu og fer grennri endinn inn í leggönginn með tippinu á meðan breiðari endinn liggur á snípnum. Tækið er búið tveimur mótorum sem eru staðsettir til að örva snípinn og G-blettinn,“ segir Gerður. 

5 - Fifty Shades of Grey Butt plug 

Fifty Shades of Grey leikfang.
Fifty Shades of Grey leikfang.

„Þá komum við aftur af vinsælum vörum frá Fifty Shades of Frey. En þessi butt plug hefur verið mjög vinsæll enda lítill og nettur og hentar vel fyrir byrjendur,“ segir Gerður. 

4 - Boys frá Rocks off

Boys frá Rocks off.
Boys frá Rocks off.

„Það kemur öruglega mörgum á óvart hvað prosteid tæki eru orðinn gríðarlega vinsæl og ekki bara á meðal samkynhneigðra karlmanna. Prosteid tæki eru hugsuð til að örva P blettinn í endaþarminum og segja þeir, sem þora að prófa, að þú hafir ekki fengið alvöru fullnægingu fyrr en þú prófar þetta. Nokkrar tegundir eru af Boy vörunum og er Naugty boy ein þeirra vinsælustu,“ segir Gerður. 

3 - Ina2 frá LELO

Ina2 frá LELO.
Ina2 frá LELO.


„Ina2 frá LELO hefur í gegnum árin hjá okkur verið gríðarlega vinsæll titrari og flokkast sem kanínu titrari þar sem hann er hannaður til að örva bæði leggöng og sníp á sama tíma. Hér höfum við tæki sem bíður upp á allt. Hann er 100% vatnsheldur og að sjálfsögðu endurhlaðanlegur. Kraftmikill og ekki skemmir útlitið fyrir,“ segir Gerður. 

2 - Libedo Forte

Libido Forte.
Libido Forte.


„Nátturulegt stinningarlyf fyrir karlmenn sem unnin eru úr japanska jurtaríkinu. Hannað til að auka þol og stinningu. Þessar töflur hafa slegið öll met og voru meðal annars valin sem besta stinningarlyfið árið 2013,“ segir Gerður. Lyfið er ólyfseðilskylt. 

1 - Nea frá LELO

Nea frá LELO.
Nea frá LELO.


„Ef þú átt að að eiga eitthvað kynlífstæki þá mæli ég með eggi. Eggið er lítið og nett og auðvelt er að koma því á milli í kynlífinu sjálfu. Eggið hentar því einstaklega vel í kynlífið sjálft og forleikinn,“ segir Gerður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda