Það kostar að elska

mbl.is/Getty Images/Ingram Publishing

„Það er að mínu mati ekk­ert jafn dýr­mætt í líf­inu en að fá að elska og vera elskaður. Samt sem áður gleyma marg­ir hversu ómet­an­leg gjöf þessi til­finn­ing er. Ég sé það aft­ur og aft­ur í mínu starfi með pör­um að fólki hætt­ir til að taka þess­ari gjöf sem sjálf­sögðum hlut. Það er hins veg­ar lang­ur veg­ur frá því að það sé sjálf­gefið að fá að elska og vera elskaður. Í þess­ari grein verður lít­il­lega fjallað um gjöf­ina að elska, hvernig maður miðlar henni og hvernig hún er mót­tek­in,“ seg­ir Theo­dór Franc­is Birg­is­son ráðgjafi hjá Lausn­inni í pistli um ást­ina: 

Þegar ég var strák­ur voru ör­bylgju­ofn­ar að byrja að riðja sér til rúms á ís­lensk­um heim­il­um. Það var reynd­ar á fæðing­ar­ári mínu (1967) sem slík tæki voru fyrst fram­leidd sem heim­ilis­tæki. Mér þykir lík­legt að slík­ir ofn­ar séu til á flest­um heim­il­um á Íslandi í dag, hvort sem fólk er vel stadd fjár­hags­lega eða ekki eins vel stadd. Tækið er nyt­sam­legt í ýms­um aðstæðum og hent­ar mjög vel til að hita til dæm­is rétti frá 1944. Sem sagt skyndi­bita. Því sem þarf að redda snöggv­ast.  Þegar ég var ný kvænt­ur minni heitt­elskuðu og við höfðum flutt okk­ur vest­ur um haf til að lesa Guðfræði á vest­ur­strönd Kan­ada keypt­um við merki­leg­an grip sem ekki fékst á Íslandi í þá daga. Takkasíma. Þá þurfti ekki leng­ur að snúa skíf­unni. Það var hægt að ýta bara á takka og allt gerðist snöggv­ast.

Þessi „snöggv­ast“ þróun er enn í full­um gangi. Það má eng­inn vera að því að bíða eft­ir neinu, það þarf að redda öllu strax. En meðganga með barn tek­ur samt ennþá níu mánuði ef allt er eðli­legt. Og það tek­ur líka enn þann dag í dag tíma að byggja upp traust og nær­andi ástar­sam­band. Þar er ekk­ert til sem heit­ir „snöggv­ast“ í þeim efn­um. Það þarf að hafa fyr­ir því. Og ekki bara það, traust og nær­andi ástar­sam­band kost­ar líka heil­mikið. Og ég er ekki að tala um pen­inga. Það kost­ar þig sjálfa(n), tíma þinn og hjarta þitt.

Stund­um er talað um að erfiðasta verk­efni sem hægt sé að tak­ast á við sé að verða for­eldri. Ég er sjálf­ur svo rík­ur að eiga fjög­ur börn með minni heitt­elskuðu og elsta dótt­ir okk­ar hef­ur gefið okk­ur þrjú barna­börn. Það er samt ekki mín reynsla að erfiðasta sem ég hafi gert sé að verða faðir. Það erfiðasta sem ég hef tek­ist á við er að vera maki minn­ar heitt­elskuðu. Og það er ekki af þvi að hún sé svo erfið enda er hún al­veg ynd­is­leg í alla staði. Það er vegna þess að ég er stund­um svo­lítið erfiður.  Alltaf þegar ég er að tak­ast á við eitt­hvað í okk­ar par­sam­bandi (sem er rót­gróið, nær­andi og traust) þá er ég að tak­ast á við mig sjálf­ann en ekki hana. Ég er að tak­ast á við mína minni­mátt­ar­kend, mína meðvirkni, mína æsku og áhrif alka­hól­isma föður míns á æsku mína. Ég er aldrei að tak­ast á við hana.

En hvernig fer maður þá að því að gefa og þyggja ást. Sjálf­ur elska ég kon­una mína meira en ég get nokk­urn tíma sett í orð. Við höf­um verið í ástar­sam­bandi í rúm 30 ár og alltaf átt gott sam­band. Við erum bestu vin­ir, hún er sann­ar­lega sálu­fé­lagi minn, við get­um talað sam­an og þagað sam­an, hlegið sam­an og grátið sam­an, hangið heima yfir engu og ferðast heims­álfa á milli og alltaf notið þess að elska hvort annað og að vera sam­an. Eitt sem ég segi gjarn­an við mína skjól­stæðinga er að öll þau ár sem við hjón­in höf­um verið sam­an þá hef­ur hún aldrei nokk­ur tíma pirrað mig. Marg­ir reka upp stór augu þegar ég segi þetta og sum­ir segja beint út að ég hljóti að vera að ljúga. En ég er alls ekki að ljúgja neinu. Þetta er dagsatt. En reynd­ar bara hluti sög­unn­ar, því að ég hef oft­ar en mér finnst gam­an að muna eft­ir pirrað mig á henni. En hún hef­ur aldrei pirrað mig. Það get­ur nefni­lega eng­inn pirrað mig nema ég sjálf­ur. Það get­ur held­ur eng­inn „afp­irrað“ mig nema ég sjálf­ur. Og það sama gild­ir um þig. Maki þinn get­ur ekki pirrað þig. Það er bara þú sem get­ur pirrað þig. Og þegar það ger­ist þá berð þú ábyrgð á að jafna þig á pirr­ingn­um og kom­ast yfir hann án þess að særa maka þinn um leið.

En hvernig fer maður að því að hætta pirr­ingn­um? El­in­or Roosevelt, fyrr­ver­andi for­stefrú í BNA, sagði eitt sinn: „Það er auðveld­ara að kveikja á kerti en for­mæla myrkr­inu“. Ljósið sigr­ar alltaf myrkrið. Þegar ég verð pirraður út í kon­una mína þá er það yf­ir­leitt vegna þess að ég er að leyfa ein­hverju til­finn­inga­legu myrkri að hreiðra um sig. Og þá er gott að kveikja á til­finn­inga­legu kerti. Það ger­ir ég meðal ann­ars með því að minna mig á af hverju ég elska kon­una mína. Um leið og ég geri það renn­ur pirr­ing­ur­inn úr kerf­inu mínu og ég átta mig að það er alls ekki sjálf­gefið að fá að elska og vera elskaður. 

Flest pör sem leita til mín hafa ein­hvers staðar á leiðinni farið að líta á þessa miklu gjöf sem sjálf­sagða og hafa því smá sam­an leyft til­finn­inga­legu myrkri að breiða úr sér. Við þurf­um að muna að það er ekki sjálf­gefið að fá að elska og það þarf að leggja rækt við þessa stór­kost­legu til­finn­ingu. Slík rækt­ar­semi kost­ar vilja og vand­virkni, at­hygli og áhuga. At­hylgi gangvart til­finn­ing­um maka þíns og áhuga á sam­band­inu. Við þurf­um að vilja byggja upp sam­bandið og það þarf að vanda sig við þá vinnu. Sam­band verður ekki gott að sjálfu sér, það þarf að gera sam­bandið gott. Og það kost­ar. 

Theodór Francis Birgisson ráðgjafni hjá Lausninni.
Theo­dór Franc­is Birg­is­son ráðgjafni hjá Lausn­inni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda