Bandaríski ráðherrann, rithöfundurinn og presturinn Norman Vincent Peale var ötull talsmaður jákvæðrar hugsunar. Hann vakti athygli víða fyrir einfalda og sterka trú. Kirkjan hans á 5 Breiðgötu var jafn vel slótt og rokk-tónleikar. Þar sem m.a. Richard Nixon og Donald Trump sóttu andgift sína.
Peale var persónulegur vinur Richard Nixon forseta og Donald Trump sótti kirkjuna hans Peale á uppvaxtarárum sínum. Hugsjónir Peale þóttu byltingarkenndar á sínum tíma enda var hann á undan sínum samtíma með margt. Lífsskoðanir hans eiga einstaklega vel við í dag.
Breyttu hugsunum þínum og þá breytirðu heiminum
Að mati Peale gerast kraftaverkin sem við biðjum um inni í okkur og þá helst með breyttum viðhorfum og skilningi til lífsins. Sá sem er stöðugt hræddur, sér heim fullan af ótta. Sá sem er kærleiksríkur, sér það fallega í heiminum.
Að þessu leyti hvatti Peale fólk til þess að biðja á hverjum degi fyrir skilningi og breyttum viðhorfum. Þannig gæti það sigrast á áskorunum í lífinu og orðið sterkari einstaklingar fyrir vikið.
Hafðu trú á þér
Samkvæmt Peale er mikilvægt að við trúum á okkur sjálf og eiginleika okkar. Hann predikaði að auðvitað þyrftum við að vera auðmjúk en með sjálfstraust. Annars gætum við ekki notið velgengni og verið hamingjusöm.
Taktu gagnrýni uppbyggilega
Vandamál okkar flestra að mati Peale er að við veljum frekar að verða sigruð með lofi en bjargað með gagnrýni.
Ef þú ert einungis með já fólk í kringum þig muntu halda áfram á sömu braut án þess að breytast þangað til þú lendir á vegg. Hins vegar ef þú tekur gagnrýni og skoðar hana, leggur mat á þinn hlut í aðstæðum og gerir betur, getur þú sigrast á eigin lífi og orðið fyrirmynd annarra.
Tómir vasar hafa aldrei stöðvað neinn
Peale lagði til að fólk ræktaði huga sinn og hjarta. Að það legði stund á andlegt líf og færi á eftir því sem það langaði.
Að mati hans stöðva tómir vasar engan, einungis tómir hausar og hjörtu.
Stattu upp á móti áskorunum
Ef þú upplifir áskoranir í lífinu áttu að mati Peale að standa gegn þeim og læra að sigra þær. Þegar þú gerir það muntu sjá og uppgötva að áskoranir hafa ekki helming þess styrks sem þú taldir í fyrstu.
Ekki hörfa og ekki gefast upp. Það eina sem við gerum allt of fljótt er að hætta að reyna að sækja það sem við raunverulega þráum.
Hann flutti stórskemmtilega ræðu þar sem hann talaði um hvernig fólk án vandamála væri komið undir græna torfu. Kraftmikill einstaklingur að hans mati var með kraftmikil verkefni. Eftir því sem árin líða þá verður lærdómurinn meiri og vandamálin oft og tíðum viðráðanlegri. Hann lagði samt til við þá sem stóðu andspænis fáum áskorunum og áttu að eigin sögn fábreitt og innantómt líf að biðja Guð um reynslu til að læra af til að geta vaxið og orðið stærri.
Sæktu í stór verkefni
Þeim mun meira sem þú tapar þér í stórum verkefnum, þeim mun meiri orku muntu fá. Þegar þú ert að takast á við eitthvað sem þér finnst þú ekki hafa getu eða þekkingu á, þá ertu líklegast að fá verkefni sem lætur þig vaxa. Þú getur hörfað og verið hrædd/hræddur. Eða tekist á við verkefnið, beðið um æðruleysi og að fá að sjá hlutina með opnari huga og meiri krafti en þú hefur áður gert.
Tilbreytingarlaust líf er líf sem þú munt ekki muna. Hins vegar er gott að hafa í huga að þú þarft ekki að sækja í allar orrustur sem á vegi þínum verða. Innri ró og friður í flæðinu er einnig ákjósanlegur staður að vera á.
Ekki fela þig fyrir þér
Stærsta augnablik í lífi hvers og eins er þegar hann ákveður að hætta að fela sig fyrir sjálfum sér. Stígur inn í það að kynnast sjálfum sér eins og hann raunverulega er.
Mörg okkar eru í samskiptum og samböndum sem gefa okkur afsökun til að taka ekki ábyrgð á ákveðnum sviðum sem við óttumst. Þegar þannig er á statt hjá okkur forðumst við okkur sjálf, langanir okkar og lífsvilja. Ef við hins vegar horfumst í augu við okkur daglega, lærum á styrkleika okkar og veikleika þá fyrst byrjum við að vaxa.
Hver einasta manneskja ver stærsta hluta lífsins með sjálfri sér, svo það er eins gott að þú eigir gott með að vera með þér og sért ánægður með þig í þessu lífi.
Aðgerðir ýta undir sjálfsöryggi
Þegar við leggjumst í aðgerðir byggjum við undir sjálfsöryggið okkar. Þegar við hins vegar stöldrum of lengi við búum við til ótta. Kannski mun aðgerðin þín heppnast. Kannski hefðir þú þurft að gera hlutina öðruvísi, breyta aðeins til eða aðlaga. Allar aðgerðir sem við gerum erum betri en engar aðgerðir í stöðu sem við þurfum að breyta.
Loforð eru eins og grátandi börn í leikhúsi
Peale var meira en lítið orðheppinn og sagði meðal annar: “Promises are like crying babies in a theater, they should be carried out at once".
Þú þarft að efna loforð þín með aðgerð sem fylgir fast á eftir því sem þú hefur sagt. Eins skaltu hafa augun opin fyrir því hvernig þér líður ef fólk lofar þér hlutum sem það efnir ekki. Slíkt getur haft svipuð áhrif á samband ykkar og grátandi börn hafa í leikhúsi. Eyðileggjandi og truflandi og þú missir af lífinu og verður langt frá því besta útgáfan af þér.
Biddu fyrir þeim sem þú vilt breyta
Þegar maður biður fyrir aðstæðum eða einstaklingum sem maður á í erfiðleikum með breytist viðhorf okkar gagnvart aðstæðunum og/eða einstaklingnum.
Bænir þínar geta verið að fá að sjá aðstæðurnar með öðrum augum, fá að skilja með dýpri skilningi eða að allt fari vel.
Gangi þér vel!